AstraZeneca þróar nýtt bóluefni

Bóluefni AstraZeneca.
Bóluefni AstraZeneca. AFP

Bóluefnaframleiðandinn AstraZeneca og Oxford-háskóli hófu í dag nýjar rannsóknir til þess að þróa breytt bóluefni gegn hinu svokallaða Beta-afbrigði kórónuveirunnar Covid-19, sem fyrst kom fram í Suður-Afríku.

Rannsóknin á bóluefninu, sem ætlað er til örvunar á framleiðslu mótefnis, mun ná til 2.250 þátttakenda á byrjunarstigi frá Bretlandi, Suður-Afríku og Póllandi.

Rannsóknin felur í sér að fólk sem hefur verið fullbólusett með tveimur skömmtum af bóluefni AstraZeneca, eða mRNA-bóluefni líkt og frá Pfizer, verður prófað annars vegar og hins vegar fólk sem ekki hefur fengið neina bólusetningu við Covid-19. 

Nýja bóluefnið, þekkt sem AZD2816, hefur verið þróað með sömu grunnaðferðum og aðal AstraZeneca-bóluefnið en með minni háttar erfðabreytingum á topppróteini byggt á Beta-afbrigðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka