Bandaríkin neita að hætta að gefa örvunarskammta

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Bandaríkin neituðu beiðni heilbrigðisráðuneyti Sameinuðu þjóðanna um að hætta ætti að bólusetja fólk með örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að ef hætt verði að gefa fólki örvunarskammt þangað til að minnsta kosti í lok september, myndi það hjálpa verulega að draga úr bóluefnaójöfnuðinum sem hefur myndast í faraldrinum á milli ríkra- og fátækra landa.

„Við getum ekki sætt okkur við það að lönd sem hafa þegar notað mest af bóluefni ætli að halda áfram og nota enn meira, á meðan að viðkvæmir hópar í heiminum halda áfram að vera óvarðir gegn veirunni,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO.

Telja sig geta gert bæði

„Við teljum okkur geta gert bæði,“ sagði Jen Psaki, fjölmiðla fulltrúi Hvíta hússins í dag, og bætir við að Bandaríkin séu búin að gefa flesta bóluefnaskammta af öllum löndum í heiminum.

WHO bendir á það að örvunarskammtastöðvun myndi hjálpa til við það markmið að bólusetja að minnsta kosti 10% af íbúum í hverju einasta landi í heiminum fyrir lok september.

Ísraelar eru þegar byrjaðir að bjóða upp á þriðja bólusetningaskammtinn fyrir fólk yfir sextugt og Þýskaland stefnir á að bjóða sínum þegnum upp á þriðja skammtinn í september.

mbl.is