Tvær kvennanna á gjörgæslu

Frá Tenerife.
Frá Tenerife. AFP

Konurnar sem slösuðust á eyjunni Tenerife þegar pálmatré féll á þær voru fimm talsins og liggja tvær þeirra á gjörgæsludeild, verulega slasaðar.

Vísir greinir frá þessu en atvikið átti sér stað fyrir utan veitingastað. Að sögn eiginmanns einnar þeirra var símum þeirra stolið á meðan þær lágu í sárum sínum.

Konurnar sátu saman að snæðingi þegar toppurinn af pálmtré féll á þær fyrirvaralaust. Önnur kvennanna sem liggur á gjörgæsludeild fer í aðgerð í dag en hin á morgun. Fjölskyldur þeirra eru á leiðinni út til að vera hjá þeim.

Hinar þrjár konurnar eru verulega lemstraðar, að sögn eiginmannsins, með áverka á hálsi og fótum, þar á meðal eiginkona hans. Þær eiga að koma heim til Íslands annað kvöld.

Þremur Íslendingum sem áttu leið hjá tókst að lyfta trénu af konunum.

mbl.is