Lögreglan hefur rætt við Giuffre um Andrés prins

Virginia Giuffre hefur sakað Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað …
Virginia Giuffre hefur sakað Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér þegar hún var aðeins sautján ára gömul. AFP

Breska lögreglan hefur rætt við Virginia Roberts Giuffre sem sakar Andrés Bretaprins um að hafa brotið kynferðislega á sér árið 2001.

Giuffre stefndi Andrési í ágúst en und­an­farn­ar vik­ur hafa staðið yfir deil­ur um hvort Andrési hafi verið til­kynnt með form­leg­um hætti um málið gegn­um hon­um.

Á vef Guardian segir að breska lögreglan hafi yfirheyrt Giuffre um ásakanirnar en hún býr nú í Ástralíu. Óvíst er hvort lögreglan hefur tekið formlega skýrslu af Giuffre.

Andrés, sem er 61 árs gam­all, er næ­stelsti son­ur Elísa­bet­ar Bret­lands­drottn­ing­ar. Hann hef­ur ít­rekað hafnað ásökunum Giuffre.

Andrés hef­ur ít­rekað hafnað ásökunum Giuffre.
Andrés hef­ur ít­rekað hafnað ásökunum Giuffre. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert