Hæstiréttur banni lög um þungunarrof

Lögunum mótmælt fyrr í mánuðinum.
Lögunum mótmælt fyrr í mánuðinum. AFP

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur beðið Hæstarétt um að hindra að lögum í Texas sem banna flest þungunarrof í ríkinu verði framfylgt.

Að sögn bandaríska dómsmálaráðuneytisins ganga lögin „augljóslega gegn stjórnarskránni“ og brjóta gegn dómi Hæstaréttar frá árinu 1973 í máli Roe gegn Wade þar sem virtur var réttur konu til þungunarrofs.

Með því að leyfa lögunum að verða að veruleika „munu þúsundir kvenna í Texas halda áfram að meiðast sem er neitað um stjórnarskrárbundinn rétt sinn,“ sagði í beiðni ráðuneytisins til Hæstaréttar.

Miklar deilur hafa staðið yfir um lög Texas-ríkis sem banna þungunarrof eftir sex vikur, áður en margar konur vita að þær eru ófrískar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert