Mánuður frá því gosið hófst á La Palma

Hraun á rennur til byggða á La Palma.
Hraun á rennur til byggða á La Palma. AFP

Eldgosið á spænsku eyjunni La Palma hefur staðið í mánuð í dag. Eldgosið hefur lagt undir sig stór landsvæði og fjölmörg mannvirki, þar á meðal heimili og sumarhús, orðið hrauni að bráð. 

Eyjan La Palma er ein eyjanna í Kanaríeyjaklasanum við norðurvesturströnd Afríku. Eldfjallið á eyjunni gaus 19. september. Hraun hefur flætt til sjávar með tilheyrandi afleiðingum og hefur aska dreifst víða. 

Ekki hefur orðið mannfall vegna eldgossins enn sem komið er. Gosinu fylgir, líkt og hér á landi, fjöldi smáskjálfta. Jarðfræðingar segjast ekki geta sagt til um mögulega lengd jarðhræringanna. Eldstöðin er talin losa um 10 þúsund tonn af brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið á dag.

mbl.is