Lögreglukona fundin sek um manndráp

Kim Potter.
Kim Potter. AFP

Bandarísk lögreglukona, sem segist fyrir mistök hafa dregið upp skammbyssu í stað rafbyssu þegar hún skaut ungan svartan mann til bana, hefur verið fundin sek um manndráp.

Kim Potter, sem er 49 ára, var fundin sek um manndráp af fyrstu og annarri gráðu. Hún skaut Daunte Wright, tvítugan föður, í Brooklyn Center, úthverfi borgarinnar Minneapolis í ríkinu Minnesota í apríl.

Mótmælandi heldur á myndum af Daunte Wright og krefst réttlætis …
Mótmælandi heldur á myndum af Daunte Wright og krefst réttlætis fyrir utan dómshúsið. AFP

Atvikið varð á sama tíma og réttarhöld stóðu yfir lögreglumanninum Derek Chauvin sem drap George Floyd, annan svartan mann, í Minneapolis árið 2020 með því þrýsta hné sínu á háls hans í um níu mínútur með þeim afleiðingum að hann kafnaði.

Málið hratt af stað miklum mótmælum víða um Bandaríkin gegn kynþáttafordómum og óþarfa ofbeldi lögreglumanna.

Potter á yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi fyrir fyrri ákæruna og 10 ára fangelsi fyrir þá síðari. Reiknað er með að dómur verði kveðinn upp í febrúar.

Beðiðið eftir niðurstöðu dómara í gær.
Beðiðið eftir niðurstöðu dómara í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert