Fyrirskipa framsal Assange

Stuðningsmenn Assange komu saman fyrir utan dómshús í Westminster í …
Stuðningsmenn Assange komu saman fyrir utan dómshús í Westminster í London í dag. AFP/JUSTIN TALLIS

Dómstóll í Bretlandi hefur lagt fram formlega fyrirskipun um að framselja Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna.

Assange birti á sínum tíma á WikiLeaks trúnaðarskjöl frá hinu opinbera í Bandaríkjunum varðandi stríðin í Írak og í Afganistan.

Innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel, þarf nú að taka ákvörðun hvað verður gert í framhaldinu en lögfræðingar Assange geta samt áfrýjað framsalinu, verði það niðurstaða Patel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert