Rússar hafi frelsað stálverksmiðjuna af nasistum

Asovstal stál­verk­smiðjan í Maríupol, Úkraínu.
Asovstal stál­verk­smiðjan í Maríupol, Úkraínu. AFP/STRINGER

Rússneski herinn segist hafa „algjörlega frelsað“ (e. „totally liberated“) Asovstal-verk­smiðjuna í hernaðarlega mikilvægu borginni Maríupol í Úkraínu, í kjölfar þess að síðustu úkraínsku hermennirnir inni í verksmiðjunni gáfust upp fyrir Rússum.

„Frá sextánda maí hafa 2,439 nasistar úr Asov herdeildinni, og úkraínskir hermenn sem voru fastir í verksmiðjunni, gefist upp. Í dag, tuttugasta maí, gafst síðasta hópur hermananna upp, 531 talsins,“ segir talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands, Ígor Konasjenkov.

Fyrir mánuði síðan bað úkraínskur liðsfor­ingi um alþjóðlega aðstoð á svæðinu. Hans menn sæju fram á að þeir ættu ein­ung­is nokkra daga, eða jafn­vel ein­ung­is klukku­stund­ir, eft­ir ólifaða. Nú mánuði síðar hefur síðasti maður yfirgefið verksmiðjuna.

Konasjenkov segir að varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Sjóigú, hafi sagt Vladimír Pútín, forseta Rússlands, frá lokum hernaðaraðgerðarinnar og af algjörri frelsun Asovstal verksmiðjunnar og Maríupol-borgar.

mbl.is