Star Wars-hönnuður látinn

Módel af Pyro X-Wing úr Star Wars á uppboði fyrr …
Módel af Pyro X-Wing úr Star Wars á uppboði fyrr í mánuðinum. AFP

Colin Cantwell, sem hannaði geimför í Star Wars-myndunum, þar á meðal Dauðastjörnuna og X-Wing,  er látinn, níræður að aldri.

Hann lést á heimili sínu í bandaríska ríkinu Colorado á laugardaginn.

Cantwell fæddist í San Francisco árið 1932, gekk í Kaliforníu-háskóla í Los Angeles og útskrifaðist með gráðu í hreyfimyndagerð. Er Cantwell starfaði fyrir NASA lét hann Walter Cronkite í té upplýsingar þegar fréttamaðurinn lýsti tungllendingunni árið 1969.

Cantwell hafði ástríðu fyrir arkitektúr og geimnum og nýttist hún vel er hann byrjaði að starfa í Hollywood við myndir á borð við 2001: A Space Odyssey sem kom út 1968, að sögn The Hollywood Reporter.

Árið 1974 var hann kynntur fyrir leikstjóranum George Lucas, sem bauð honum  að vinna við næstu mynd sína, Star Wars. Á meðal annarra verkefna hans í Hollywood voru Close Encounters of the Third Kind og WarGames.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert