Átta keppast um að verða arftaki Johnson

Boris Johnson fyrir utan Downing stræti 10.
Boris Johnson fyrir utan Downing stræti 10. AFP

Þingmenn breska Íhaldsflokksins munu í dag greiða atkvæði sín í fyrstu umferð leiðtogakjörs flokksins.

Eftir að lokað var fyrir tilnefningar eru átta í framboði. Upphaflega höfðu tíu lýst því yfir áhuga á embættinu en tveimur, Sajid Javid og Rehman Chisti, tókst ekki að afla sér nógu mörgum atkvæðum þingmanna en tuttugu þurfti.

Í fyrstu umferð leiðtogakjörsins í dag þarf hver 30 atkvæði til að halda áfram að því er kemur fram í frétt breska útvarpsinsÁ næstu dögum munu frekari atkvæðagreiðslur fara fram til að fækka frambjóðendunum niður í tvo.

Þau átta sem eru í framboði eru: Kemi Badenoch, Suella Braverman, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt, Rishi Sunak, Liz Truss, Tom Tugendhat and Nadhim Zahawi.

Atkvæðagreiðslan hefst klukkan 13.30 að staðartíma og er niðurstöðu að vænta klukkan 17.00.

Um 160.000 þingmenn Íhaldsflokksins munu síðan velja á milli þessara tveggja síðustu, en sigurvegarinn á að tilkynna þann 5. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert