Sunak líklegt forsætisráðherraefni

Fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, Rishi Sunak, þykir líklegur til að vera …
Fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, Rishi Sunak, þykir líklegur til að vera einn af þeim tveimur sem koma til greina sem næsti forsætisráðherra Bretlands. AFP/Justin Tallis

Í dag verður ákveðið hvaða tveir ráðherrar munu keppast um að verða næsti forsætisráðherra Bretlands.

Fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, Rishi Sunak, þykir líklegur til að vera einn af þeim tveimur sem koma til greina í valinu. Eftir atkvæðagreiðslu gærdagsins var hann aðeins tveimur atkvæðum frá því að tryggja sér þann rétt. Afsögn ráðherrans fyrrverandi var ein af ástæðum þess að Boris Johnsson forsætisráðherra, neyddist til að stíga til hliðar.

Sunak fékk 118 at­kvæði, fyrr­ver­andi varn­ar­málaráðherr­ann Penny Mor­daunt fékk 92 at­kvæði og ut­an­rík­is­ráðherr­ann Liz Truss 86 at­kvæði.

Annað hvort Liz Truss eða Penny Mordaunt verða að öllum líkindum í baráttunni um forsætisráðuneytið ásamt Sunak. Truss er aðeins sex atkvæðum á eftir Mordaunt.

Íhaldsflokkurinn mun ákveða hver af þeim tveim sem fá flest atkvæði í dag muni verða næsti forsætisráðherra landsins. Niðurstöður þess er ekki að vænta fyrr en 5. september.

Hvernig sem atkvæðagreiðsla dagsins fer mun að öllum líkindum næsti forsætisráðherra annað hvort vera fyrsti Bretinn af asískum uppruna sem gegnir því embætti, eða þriðja konan í sögu landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert