Árás Rússa varð fimm við strætóstöð að bana

Mynd frá því fyrr í júlí þegar rússnesk loftárás varð …
Mynd frá því fyrr í júlí þegar rússnesk loftárás varð fólki að bana í borginni Karkív í Úkraínu. AFP

Rússnesk loftárás á borgina Mikolaív í suðurhluta Úkraínu varð fimm manns að bana og særði sjö aðra sem biðu við strætóstöð í dag.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rússneski herinn ræðst gegn almenningssamgöngum í borginni en Vítalí Kim sem er yfir hernaðaraðgerðum í Mikolaív sagði í tilkynningu á samfélagsmiðlum: „Í dag skutu þeir enn og aftur á svæði nálægt almenningssamgöngum.“

Helmingur yfirgefið borgina

Íbúafjöldi í borginni sem er staðsett nálægt Svartahafinu var 500 þúsund fyrir innrás Rússlands í Úkraínu en um helmingur íbúa hefur yfirgefið borgina síðan innrásin hófst. Loftárásir hafa dunið á borginni daglega undanfarnar vikur.

Borgin er sú stærsta sem er enn undir stjórn Úkraínu við víglínu stríðsins á Kerson-svæðinu. En gagnsókn Úkraínu ríkir þar um þessar mundir.

mbl.is