Náðu aftur völdum á þrjátíu yfirráðasvæðum Rússa

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP/Dímítar Dílkoff

Úkraínskar hersveitir hafa náð aftur völdum á yfir þrjátíu yfirráðasvæðum Rússa í Karkív-héraði, í norðaust­ur­hluta Úkraínu, að sögn Volodimírs Selenskí, forseta landsins.

Selenskí sagði í fyrradag að í þessari viku bærust góðar fréttir frá Karkív-héraðinu sem Rúss­ar náðu á sitt vald snemma í stríðinu sem staðið hef­ur yfir frá því í lok fe­brú­ar.

„Frá og með deginum í dag hafa úkraínskar hersveitir frelsað og náð völdum yfir þrjátíu yfirráðasvæðum í Karkív-héraði,“ sagði Selenskí og bætti við að hersveitir frá Kænugarði væru í þann mund að ná völdum á fleiri svæðum.

Greint var frá því fyrr í dag að Rúss­ar ætluðu að senda auk­inn herafla til Karkív en úkraínsk­ar her­sveit­ir hafa farið mik­inn þar undanfarna daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert