Úkraínumenn sækja í sig veðrið

Úkraínskir hermenn nærri Karkív í gær.
Úkraínskir hermenn nærri Karkív í gær. AFP/Juan Barreto

Úkraínumönnum tókst að koma Rússum á óvart með gagnsókn nærri borginni Karkív í austurhluta Úkraínu samkvæmt því sem BBC hefur verið heimildamanni úr breska varnarmálaráðuneytingu. 

Úkraínskir hermenn hafa endurheimt yfirráð yfir mörgum svæðum en Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær svæðin vera fleiri en þrjátíu talsins. 

Svo virðist sem hersveitir Úkraínu hafi náð fleiri svæðum á sitt vald en samkvæmt BBC hafa þær brotið sér leið um 50 kílómetra.

Gagnsóknir Úkraínu eru einnig sagðar hafa einangrað nokkuð rússneskar hersveitir í kringum borgina Izyum. 

mbl.is