Talinn hafa eytt skilaboðum á skjön við lög

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. AFP

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hefur verið gefið að sök að hafa ekki haldið utan um farsímaskilaboð sín með fullnægjandi hætti en nýleg skýrsla upplýsingaeftirlits ríkisins telur hann og starfsmenn hans hafa eytt skilaboðum úr farsíma hans á skjön við landslög.

Rutte hafði sjálfur greint frá því í maí að hann hafi eytt skilaboðum úr farsíma sínum til að losa um pláss. Hann hefur neitað því að háttsemi hans hafi verið óviðeigandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert