Sagðist Lavrov ekki á sjúkrahúsi á sjúkrahúsi?

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, britist á myndbandi sem var ætlað …
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, britist á myndbandi sem var ætlað að sýna að hann væri ekki á sjúkrahúsi. Grunur er um að myndbandið sé tekið á sjúkrahúsinu. Samsett mynd

Myndbandið sem María Zakaróva, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, tók af Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þar sem þau halda því fram að ráðherrann sé – þvert á fréttir – ekki á sjúkrahúsi á indónesísku eyjunni Balí, kann að hafa verið tekið upp á sjúkrahúsi.

Myndir af hugsanlegri staðsetningu Lavrovs hafa farið sem eldur í sinu á samskiptarásum samfélagsmiðilsins Telegram.

Myndin sem talin er sýna að Lavrov hafi verið á …
Myndin sem talin er sýna að Lavrov hafi verið á sjúkrahúsi þegar hann sagðist ekki á sjúkrahúsi. Mynd/Live: Ukraine

Í gær voru fluttar fréttir af því víða að Lavrov hefði verið fluttur á sjúkrahús við komuna til Balí í tilefni fundar G20-ríkjanna, nokkuð sem indónesísk stjórnvöld staðfestu. Hermdu heimildir AP-fréttastofunnar að ástæðan hefði verið hjartavandamál.

Í kjölfarið birti Zakaróva myndband af Lavrov í stuttbuxum og á stuttermabol þar sem þau ræddu saman um að þetta hefði allt verið falsfrétt og að Lavrov væri við góða heilsu og að sinna vinnu sinni. Sat Lavrov við borð í fallegu umhverfi nálægt sundlaug.

Með aðstoð gervihnattamynda hafa sumir lagt vinnu í að staðsetja myndband rússneska utanríkisráðherrans. Á grundvelli þessarar vinnu er talið að Lavorv hafi verið á BIMC- lúxussjúkrahúsinu í Nusa Dua sem sérhæfir sig í þjónustu við efnaða ferðamenn.

Sjúkrahúsið er hið glæsilegasta og með sérstakar svítur fyrir þá sem það þurfa, sem og tvær útisundlaugar í þeirri álmu.

Sjúkrahúsið sérhæfir sig í þjónustu við efnaða ferðamenn.
Sjúkrahúsið sérhæfir sig í þjónustu við efnaða ferðamenn. Ljósmynd/BIMC
mbl.is