Einn skotinn til bana í Osló

Tveir eru í haldi.
Tveir eru í haldi. Stian Lysberg Solum / NTB / AFP

Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana í Osló, höfuðborg Noregs, í nótt. Tveir eru í haldi lögreglu og verða þeir yfirheyrðir.

Norska ríkisútvarpið greinir frá.

Morðið átti sér stað nálægt Grønland neðanjarðarlestastöðinni. Árásarmaðurinn sást hlaupa í burtu af vettvangi og er hans enn leitað. Þá hefur morðvopnið ekki fundist.

Talið er að hinn látni og morðingi hans hafi þekkst.

mbl.is