Umfangsmikil árás: Eldflaugum skotið að Úkraínu

Eldflaug skotið á loft úr loftvarnarkerfinu S-400. Mynd úr safni.
Eldflaug skotið á loft úr loftvarnarkerfinu S-400. Mynd úr safni. AFP

Rússar hafa sett af stað umfangsmikla flugskeytaárás á Úkraínu. Eru eldflaugarnar þegar í loftinu og sumar hverjar teknar að falla til jarðar í landinu. 

Þetta fullyrðir úkraínski flugherinn en loftvarnaflautur hafa ómað um alla Úkraínu undanfarna hálfa klukkustund.

Fullyrt hefur verið að eldflaugarnar séu fleiri en hundrað talsins.

Talsmaður flughersins, Júrí Ígnat, varar við því í samtali við úkraínska miðilinn RBK að árásin vofi yfir.

Búist er við tjóni og töluverðum truflunum á helstu innviðum á borð við rafmagns- og vatnsveitur. 

mbl.is