Konum meinað að starfa annars staðar en hjá ríkinu

Konur stöðvaðað fyrir utan háskólann í Kabúl í Afganistan.
Konur stöðvaðað fyrir utan háskólann í Kabúl í Afganistan. AFP/Wakil Kohsar

Kvenréttindi hafa verið skert enn frekar í Afganistan, eftir að talíbanar bönnuðu konum að starfa fyrir stofnanir sem ekki eru reknar af ríkinu. 

BBC greinir frá.

Íslamistastjórnin heldur því fram að konum sem starfa á almennum vinnumarkaði hafi brotið Sharía-lög með því að klæðast ekki höfuðslæðu (hijab). 

Bannið var tilkynnt nú, aðeins örfáum dögum eftir að kvenstúdentum var meinað að læra í háskólum landsins – nýjustu vendingu í skertu námsfrelsi eftir að talíbanar tóku við stjórn landsins. 

mbl.is