Kínverjar tjá sig um fólksfækkun

Íbúar í Peking, höfuðborg Kína, og borginni Sjanghæ voru spurðir út í viðhorf sín vegna fregna um að Kínverjum sé að fækka í fyrsta sinn í 60 ár.

Sumum finnst fólksfækkunin „óumflýjanleg“ í ljósi þess að ungt fólk velur í auknum mæli að eignast ekki börn.

1,4 millj­arðar manna búa í Kína. Fæðing­artíðni hef­ur dreg­ist mikið sam­an á sama tíma og vinnu­aflið í land­inu eld­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert