Tíu manns látnir eftir skotárásina í Los Angeles

Lögreglumenn nálægt Monterey Park í Los Angeles.
Lögreglumenn nálægt Monterey Park í Los Angeles. AFP/Frederic J. Brown

Fjöldi manns varð fyrir skotárás í Monterey almenningsgarðinum í Los Angeles-borg í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Lögreglan hefur gefið litlar upplýsingar um málið fyrir utan að mannfall hafi orðið.

Lögregla hefur staðfest við Los Angeles Times að tíu manns hafi látið lífið í skotárásinni og að fleiri séu slasaðir.

Vopnaður vélbyssu

Sjónarvottur sem rekur veitingastað nálægt vettvanginum segir í samtali við Los Angeles Times að þrjár manneskjur hafi flúið inn á veitingastað hans og sagt honum að læsa hurðinni.

Þau hafi sagt honum að árásamaðurinn hafi notað vélbyssu og verið með mikið af skotfærum með sér. Þegar hann hafi klárað úr byssunni hafi hann endurhlaðið byssuna og sett nýtt skothylki í hana.

Skotárásin átti sér stað eftir klukkan 10 í gærkvöldi að staðartíma en mikill fögnuður er á svæðinu vegna kínverska nýársins.

Uppfært 12.21

Tíu manns voru úrskurðaðir látnir á staðnum

Uppfært 11.16

Staðfestar upplýsingar um fjölda látinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina