Yfir fimm þúsund fundist látnir

Viðbragðsaðilar að störfum í Sýrlandi.
Viðbragðsaðilar að störfum í Sýrlandi. AFP/Aaref Watad

Yfir fimm þúsund manns hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann sem gekk yfir Tyrkland og Sýrland snemma í gær.

Talið er að margir séu enn fastir í rústum bygginga og er björgunarstarf í fullum gangi.

Að minnsta kosti 3.419 manns hafa fundist látnir í Tyrklandi og 1.602 í Sýrlandi, að sögn yfirvalda.

Bíll fastur undir rústum byggingar í Idlib-héraði í Sýrlandi.
Bíll fastur undir rústum byggingar í Idlib-héraði í Sýrlandi. AFP/Aaref Watad
mbl.is