Óskar eftir orrustuþotum frá Evrópuþjóðum

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, og Olaf Scholz, …
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. AFP/Sarah Meyssonnier

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur óskað eftir að Frakkland og Þýskaland leggi landi sínu í té orrustuþotur. Þetta kom fram á fundi þjóðarleiðtoga landanna þriggja í gær. 

Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz, og forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hétu áframhaldandi stuðningi við Úkraínu í stríði við Rússland.

Mun Selenskí leggja fram frekari óskir um orrustuþotur á fundum sínum með öðrum leiðtogum Evrópuþjóða í Brussel í dag. 

Það fór vel á með forseta Frakklands og Úkraínu.
Það fór vel á með forseta Frakklands og Úkraínu. AFP/Emmanuel Dunand

Segir hann að orrustuþotur muni gegna stóru hlutverki í vörnum landsins auk langdrægra eldflauga og Leopard 2-skriðdreka. 

Selenskí ávarpaði sameiginlegan blaðamannafund eftir fund þjóðarleiðtoganna þriggja í gærkvöldi og sagði að Frakkland og Þýskaland gætu breytt gangi stríðsins með auknum framlögum í formi skriðdreka, orrustuþotna og eldflauga.

mbl.is

Bloggað um fréttina