Húðkrabbamein fjarlægt af bringu Bidens

Joe Biden er áttræður og við hestaheilsu, segir læknir hans.
Joe Biden er áttræður og við hestaheilsu, segir læknir hans. AFP/Brendan Smialowski

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lét fjarlægja blett af bringu sinni í síðasta mánuði sem reyndist innihalda húðkrabbamein.

Krabbameinið sem fannst er grunnkrabbamein (e. basal cell carcinoma) og fannst í árlegri heilsufarsskoðun forsetans.

Þessi tegund krabbameins hefur ekki tilhneigingu til þess að dreifa sér, að því er segir í skýrslu læknis Bidens, Kevins O'Connors, sem Hvíta húsið birti í dag.

Ekki er þörf á að bregðast við krabbameininu frekar en það var allt fjarlægt og segir O'Connor forsetann vera við hestaheilsu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert