Ts­íkanovskaja dæmd í 15 ára fangelsi

Svíatl­ana Ts­íkanovskaja í heimsókn á Íslandi sumarið 2021.
Svíatl­ana Ts­íkanovskaja í heimsókn á Íslandi sumarið 2021. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn, Svetl­ana Ts­íkanovskaja, hefur verið dæmd í 15 ára fangelsi í heimalandinu fyrir að leiða mótmæli gegn núverandi stjórn landsins. 

Ts­íkanovskaja er nú í útlegð í Litháen, en hún hefur meðal annars nokkrum sinnum komið til Íslands eftir að hún bauð sig fram til forseta gegn Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó árið 2020. 

Ts­íkanovskaja var því fjarverandi er dómurinn var kveðinn upp en hún er ákærð fyrir landráð og að hafa skipulagt valdarán. 

Paul Latuskó, fyrrverandi menningarmálaráðherra og stjórnarandstæðingur Lúkasjenkó, var dæmdur samhliða Ts­íkanovskaju í 18 ára fangelsi. 

Heldur áfram að berjast fyrir hönd pólitískra fanga

Lúkasjenkó hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá árinu 1994 og urðu niðurstöður síðustu kosninga, er Ts­íkanovskaja bauð sig fram gegn honum, að Lúkasjenkó hafi hlotið 80% atkvæða.

Eru þær niðurstöður sagðar falsaðar og í kjölfarið brutust út mikil mótmæli í ríkinu. 

Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar í dag sagði Ts­íkanovskaja réttarhöldin líktust farsa, og þá sagðist hún áfram ætla að berjast fyrir hönd pólitískra fanga Hvíta-Rússlands. 

„Í dag hugsa ég ekki um eigin dóm. Ég mun ekki hætta fyrr en öllum hefur verið sleppt úr haldi,“ sagði í færslu Ts­íkanovskaju á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert