Eyðilögðu rússneskt skip á Krímskaga

Flugher Úkraínu telur að árásardrónar Rússa hafi verið um borð …
Flugher Úkraínu telur að árásardrónar Rússa hafi verið um borð í skipinu. AFP/Anatolii Stepanov

Úkraínumenn segjast hafa eyðilagt skipið Nóvótsérkassk í Feódósíu á Krímskaga í nótt. Flugher Úkraínu telur að árásardrónar Rússa hafi verið um borð í skipinu.

Í Feódósíu á Krímskaga er stór flotastöð Rússa. Úkraínumenn hafa heitið því að ná Krímskaga aftur á sitt vald eftir að Rússar innlimuðu hann árið 2014.

Árás óvinarins

Sergei Aksjónov, leiðtogi Rússa á Krímskaga, sagði óvininn hafa gert árás í Feódósíu.

„Hafnarsvæðið er girt af. Í augnablikinu er sprengingin hætt og eldurinn staðbundinn. Öll viðeigandi þjónusta er á staðnum. Íbúar nokkurra húsa verða fluttir á brott,“ sagði hann í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert