„Eins og fjall hefði hrunið“

Liu fylgdist með því þegar björgunarsveitarmenn leituðu að eftirlifendum í rústum vöruhúss sem hrundi eins og spilaborg í jarðskjálftanum sem gekk yfir Taívan um miðnætti.

Hún sagði rústirnar vera „eins og fjall hefði hrunið”.

Björgunarsveitarmennirnir fundu 50 manns á lífi í rústum byggingarinnar í Nýju Taipei-borg, skammt fyrir utan höfuðborgina Taipei, þar sem Liu býr. 

Björgunarsveitarmenn leita í húsarústum í borginni Hualien.
Björgunarsveitarmenn leita í húsarústum í borginni Hualien. AFP

Byggingin var um 60 ára gömul og hýsti prentsmiðju, að sögn Liu, sem býr þar við hliðina.

Níu hafa fundist látnir og yfir 900 manns eru slasaðir eftir skjálftann, sem mældist 7,4 stig.

Ónýt bygging í Hualien.
Ónýt bygging í Hualien. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert