Fimm látnir og 50 slasaðir eftir að svið hrundi

Frá slysstaðnum í San Pedro Garza Garcia í Mexíkó.
Frá slysstaðnum í San Pedro Garza Garcia í Mexíkó. AFP/Julia Cesar Aguilar

Að minnsta kosti fimm létust og 50 slösuðust þegar svið hrundi á kosningafundi sem var haldinn í norðurhluta Mexíkó.

Sterkir vindar blésu um bæinn San Pedro Garza Garcia þegar slysið varð.

Myndir birtust af fjölda fólks hlaupa á brott eftir að stoðir sem héldu sviðinu uppi gáfu sig og risastjór skjár lenti á sviðinu þar sem forsetaframbjóðandinn Jorge Alvarez Maynez og samherjar úr Borgarahreyfingunni stóðu.

„Eins og staðan er núna eru 5 látnir og 50 hafa hlotið minniháttar eða alvarleg meiðsli,” sagði ríkisstjórinn í Nuevo Leon, Samuel Garcia.

Maynez, sem er 38 ára, sagðist hafa sloppið með skrekkinn.

Lík flutt í bíl.
Lík flutt í bíl. AFP/Julie Cesar Aguilar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert