Íhaldsflokkurinn lofar þegnskylduvinnu ungmenna

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands.
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Breski Íhaldsflokkurinn hefur heitið því að koma aftur á þegnskylduvinnu ef flokkurinn vinnur kosningarnar 4. júlí. 

18 ára gamlir Bretar geta þá valið um að annaðhvort sinna herskyldu í tólf mánuði eða eyða einni helgi í mánuði í meira en ár í samfélagslegri sjálfboðavinnu.

Rishi Sunak forsætisráðherra sagði að þegnskylduvinnan myndi „skapa sameiginlegan tilgang á meðal ungs fólks og endurnýja stolt þeirra á landinu“.

Í yfirlýsingu forsætisráðherrans sagði að þegnskylduvinnan myndi skapa einsök tækifæri fyrir ungu kynslóðina til þess að læra nýja hæfni og leggja sitt að mörkum til samfélagsins og landsins. 

Skylda eða ekki skylda?

James Cleverly innanríkisráðherra sagði að það yrðu engin viðurlög ef ungmenni tæku ekki þátt í vinnunni í viðtali við Sky News, þrátt fyrir að Sunak sagði að um skyldu væri að ræða. 

Íhaldsflokkurinn, sem hefur verið við völd í Bretlandi frá árinu 2010, áætlar að þegnskylduvinnan myndi kosta ríkið um 2,5 milljarð punda á ári.

Fyrstu ungmennin myndu sinna vinnunni frá september árið 2025.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert