Öflugur jarðskjálfti nálægt Tonga

Frá Nuku'alofa, höfuðborg Tonga.
Frá Nuku'alofa, höfuðborg Tonga. Ljósmynd/Wikipedia.

Öflugur jarðskjálfti reið yfir á Suður Kyrrahafi nálægt Tonga í kvöld og mældist hann 6,6 að stærð.

Skjálftinn varð á um 112 kílómetra dýpi að sögn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna og átti sér stað í hafsbotni um 198 kílómetra norður af Nuku'alofa, höfuðborg Tonga

Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða mannfalli vegna jarðskjálftans en skemmdir eru hugsanlegar á svæðum nálægt skjálftamiðjunni.

Líklegt er að eftirskjálftar verði á næstu dögum en ekki hefur verið varað við flóðbylgjum í kjölfar skjálftans.

Jarðskjálftar eru algengir í Tonga, láglendum eyjaklasa þar sem um 100.000 manns búa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert