Höfða nýju framboðin til óánægjufylgisins?

mbl.is/Kristinn

Tilkynnt hefur verið um formlega stofnun tveggja nýrra stjórnmálahreyfinga undanfarna daga og að minnsta kosti sú þriðja er í burðarliðunum. Annars vegar er um að ræða samstarf Guðmundar Steingrímssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, og Besta flokksins undir heitinu Björt framtíð og hins vegar framboð á vegum Lilju Mósesdóttur, fyrrv. þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og stuðningsmanna hennar sem fengið hefur nafnið Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar.

Þá er unnið að stofnun sameiginlegs framboðs ýmissa hópa undir vinnuheitinu Breiðfylkingin eins og fram hefur komið hér á mbl.is. Þar innanborðs eru meðal annars Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn auk þess sem fulltrúar frá Lýðfrelsisflokknum og Samtökum fullveldissinna hafa að sögn komið að málum sem og einstaklingar sem sátu í stjórnlagaráði á síðasta ári.

Ólíkar forsendur framboðanna

Fyrrnefndu stjórnmálahreyfingarnar tvær eiga ýmislegt sameiginlegt. Fyrir það fyrsta hafa þær báðar orðið til í kjölfar þess að þingmenn hafa ekki talið sig geta starfað lengur með þeim stjórnmálaflokkum sem þeir voru kosnir á þing fyrir. Það eru þau Guðmundur og Lilja. Í annan stað hafa báðar hreyfingarnar ekki viljað staðsetja sig á neinum ákveðnum stað í hinu pólitíska landslagi að minnsta kosti enn sem komið er. Þá eru þær báðar skipaðar fólki sem kemur úr ýmsum áttum pólitískt.

Ljóst er að fólk úr ólíkum áttum kemur einnig að Breiðfylkingunni og að það framboð hefur ekki heldur verið staðsett enn á neinum ákveðnum stað pólitískt verði það yfirhöfuð gert. Framboðið er hins vegar frábrugðið hinum tveimur einkum að því leyti að um er að ræða eins konar kosningabandalag ólíkra samtaka og hópa sem flest hafa boðið fram áður fyrir þingkosningar og eitt þeirra hefur fulltrúa á þingi, það er Hreyfingin.

Markmiðið með samstarfinu undir formerkjum Breiðfylkingarinnar mun einkum vera það að tryggja að fulltrúar náist inn á þing og ná þannig fram ákveðnum samlegðaráhrifum í ljósi þeirrar reglu að framboð þurfi að ná að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu til þess að geta fengið kjörna fulltrúa. Þetta kom til að mynda fram í máli Sigurjóns Þórðarsonar, formanns Frjálslynda flokksins, í samtali við mbl.is 3. janúar síðastliðinn.

Einkum vinstra megin við miðju

Enn er margt óljóst varðandi framboðin þrjú eins og Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, kom meðal annars inn á í samtali við mbl.is fyrir helgi. Einkum varðandi Breiðfylkinguna sem hefur ekki verið stofnuð formlega enn. Væntanlega mun ýmislegt skýrast á næstunni frekar varðandi stefnur stjórnmálahreyfinganna og hvernig þær ætla sér að skipuleggja starfsemi sína fyrir næstu þingkosningar sem verða í síðasta lagi vorið 2013 eða eftir rúmt ár en gætu skollið á hvenær sem er.

Eins og fram hefur komið hafa skoðanakannanir bent til þess undanfarin misseri að verulegt fylgi kunni að vera á lausu. Þeir sem gera ekki ráð fyrir að mæta á kjörstað af einhverjum ástæðum, ætla að skila auðu, hafa ekki gert upp hug sinn eða geta ekki hugsað sér að kjósa neitt af þeim framboðum sem þegar eiga fulltrúa á þingi og allajafna er spurt um í könnunum. Misjafnt er eftir könnunum hversu margir hafa fyllt þennan hóp en um hefur verið að ræða tugi prósenta kjósenda samkvæmt þeim.

Þær fáu skoðanakannanir sem þegar hafa verið gerðar þar sem spurt hefur verið um nýju framboðin, eitt eða fleiri, hafa að sama skapi bent til þess að þau séu líklegust til þess að taka fylgi af vinstrivængnum og þá fyrst og fremst frá stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Miðað við áherslur framboðanna þriggja virðast þau enda öll eiga fyrst og fremst heima einhvers staðar vinstra megin við miðju íslenskra stjórnmála.

Tveir stórir óánægjuhópar?

Hins vegar er enn eftir að koma í ljóst hvort nýju framboðin eigi eftir að ná til þeirra hópa kjósenda sem gera má ráð fyrir að mest óánægja sé til staðar hjá. Þar er líklega einkum um að ræða fylgi töluvert til vinstri sem kosið hefur VG en hefur verið ósátt við stefnu ríkisstjórnarinnar í ýmsum málum eins og til að mynda varðandi stóriðju, niðurskurð, hvernig haldið hefur verið á málefnum bankanna og heimilanna í landinu og síðast en ekki síst að sótt hafi verið um inngöngu í Evrópusambandið.

Hinn hópurinn er það sem kalla má hægrafylgi Samfylkingarinnar en margir þar hafa greinilega verið mjög óánægðir með samstarfið við vinstri græna og einkum hvernig haldið hefur verið á efnahagsmálum þjóðarinnar og þá ekki síst andstöðu við erlendar fjárfestingar. Hvort nýju framboðin geti höfðað til þessara hópa er eftir að koma í ljós.

Fyrirfram má gera ráð fyrir að Samstaða sé einna líklegust til þess að höfða til óánægðra kjósenda VG sem margir hafa hætt stuðningi við þann flokk (nema kannski ef fram kæmi róttækt vinstrisinnað framboð) á sama tíma og Björt framtíð er sennilega líklegust til þess að ná til óánægðra fyrrverandi kjósenda Samfylkingarinnar. Ekki síst ef sýnt þykir að Samfylkingin stefni á áframhaldandi samstarf við vinstri græna að loknum næstu kosningum.

Áhugaverðar kosningar framundan

Möguleikar Breiðfylkingarinnar liggja hins vegar líklega helst í því að vel takist til við að sameina það fylgi sem þegar er á bak við þau framboð sem hana hafa í hyggju að mynda. Breiðfylkingin er í raun einna minnst óskrifað blað vegna þeirra skipulögðu framboða sem að henni ætla að standa og kann því að hafa minnsta möguleika í óánægjufylgið. Þá kannski ekki síst þar sem eitt af framboðunum er ein af þeim stjórnmálahreyfingum sem á fulltrúa á þingi og óánægjufylgið hefur ekki viljað styðja í skoðanakönnunum. Þetta á þó væntanlega eftir að skýrast þegar nær dregur kosningum.

Ekki er síðan hægt að útiloka að fleiri framboð kunni að eiga eftir að koma fram á sjónarsviðið fyrir næstu þingkosningar og þá er óvíst enn hvort af samstarfinu undir formerkjum Breiðfylkingarinnar verður en viðræður um það standa enn yfir. Það skýrist væntanlega innan skamms. Ef það gerist ekki munu þau framboð sem tekið hafa þátt í þeim viðræðum væntanlega bjóða fram undir eigin formerkjum. Það er því ljóst að það gæti stefnt í mjög áhugaverðar þingkosningar næst þegar þær fara fram hvort sem það verður vorið 2013 eða fyrr.

Guðmundur Steingrímsson, Alþingismaður.
Guðmundur Steingrímsson, Alþingismaður. mbl.is/Ómar
Lilja Mósesdóttir alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson
Þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari.
Þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. mbl.is
Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins fremst á myndinni.
Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins fremst á myndinni. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Skiptir engu hvort þingmenn segi satt

12:02 „Þingmenn verða núna hræddari við að segja sannleikann um mögulega spillingu,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn nefndarmanna í forsætisnefnd Alþingis. Forsætisnefnd hefur fallist á niðurstöðu siðanefndar þess efn­is að Þór­hild­ur S. Ævars­dótt­ir hafi brotið siðaregl­ur þingmanna. Meira »

Fjórir höfundar til Gautaborgar

12:02 Fjórir rithöfundar; Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn munu taka þátt í bókamessunni í Gautaborg í haust en hún er stærsta og um leið fjölsóttasta bókamessa Norðurlanda. Meira »

Til marks um að samningar standist

11:41 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir að veðjað hafi verið á að vaxtalækkanir væru í kortunum við gerð lífskjarasamninga ASÍ og SA í vor. Því sé vaxtalækkunin nú til marks um að markmið samninganna um að bæta lífskjör vinnandi fólks á breiðum grunni hafi gengið eftir. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald

11:21 Þrír voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu jögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi. Mennirnir voru handteknir fyrr í mánuðinum. Meira »

Þurrkar minnka tekjur veiðihúsa

11:12 Þurrkatímabilið sem staðið hefur hér á landi í maí og júní hefur haft slæm áhrif á veiði í helstu veiðiám landsins, og veiðihúsin verða af tekjum vegna þessa. Meira »

Ný stjórnendastefna ríkisins kynnt

11:07 Ný stjórnendastefna ríkisins sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út er fyrsta heildstæða stefnan um starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana. Stefnunni er ætlað að vera liður í því að efla stjórnun hjá ríkinu, vinna að betri þjónustu við samfélagið sem miðar að því að bæta lífskjör í landinu. Meira »

Ráðherra fylgir Hafró í öllu

11:02 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu næsta fiskveiðiár. Er þar í öllu fylgt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Íslensk stjórnvöld á réttri leið

10:57 Íslensk stjórnvöld eru á réttri leið með að styrkja stjórn­kerfi Íslands til þess að draga úr hætt­unni á spill­ingu og óviðeig­andi fram­göngu í starf­semi stjórn­valda og lög­gæslu­stofn­ana. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá GRECO, hópi ríkja gegn spill­ingu á vett­vangi Evr­ópuráðsins. Meira »

Vaxtalækkun fagnaðarefni en ekki óvænt

10:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtalækkun Seðlabankans, sem kynnt var nú í morgun, eigi ekki að koma á óvart. Helstu tíðindi væru þau að lækkunin hafi ekki verið meiri en raun bar vitni. Meira »

Töluvert um umferðarlagabrot á Suðurnesjum

10:14 Allmörg umferðarlagabrot hafa komið á borð lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Ökumaður sem var stöðvaður í hraðakstri var jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Mikil aðsókn í tölvuleikjanám

10:12 Alls bárust 92 umsóknir í nýja námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð hjá Keili. „Það má segja að aðsóknin sé framar væntingum þar sem þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem þetta nám er í boði,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Meira »

Kastaðist sjö metra af mótorhjóli

09:33 Rúmlega fertugur karlmaður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi um helgina eftir mótorhjólaslys.   Meira »

Meirihlutinn telur sig búa við öryggi

08:34 Fólk á leigumarkaði telur sig ekki jafn öruggt á húsnæðismarkaði og þeir sem búa í eigin húsnæði en heilt yfir virðist húsnæðisöryggi vera nokkuð mikið á Íslandi en 85% landsmanna telja sig búa við það. Meira »

Reyna aftur við Belgíu

08:30 Fiskiskipin tvö sem sigla á frá Ísafirði til Belgíu, Ísborg ÍS 250 og Hera ÞH 60, þar sem þau verða rifin í brotajárn, þurftu að snúa við í fyrrinótt vegna bilunar í rafmagni. Meira »

Skúmi fjölgar á Ingólfshöfða

08:18 Aukning hefur orðið á varpi skúms á Ingólfshöfða í Austur-Skaftafellssýslu á meðan töluverð fækkun hefur orðið á varpi á Breiðamerkursandi. Þetta staðfestir dr. Meira »

„Vildum óska að hún hefði aldrei komið“

07:57 Listaverkið „Orbis et Globus“, átta tonna steinkúla sem hefur verið kennileiti heimskautsbaugsins á Grímsey síðan haustið 2017 hefur verið milli tannanna á fólki í bænum frá því hún var færð á eyjuna. Meira »

Færri bóka ferðir á síðustu stundu

07:37 Sólskinsveðrið í júní hefur áhrif á sölu sumarferða og hafa færri bókað ferðir til sólarlanda á síðustu stundu í ár en í fyrra, að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns Úrvals-Útsýnar. Hún segir þó að salan á sólarlandaferðum hafi verið mjög góð í sumar og ívið betri en í fyrra. Meira »

Fer í 22 stiga hita

07:01 Spáð er björtu og hlýju veðri á austanverðu landinu í dag og fer hitinn hæst í 22 gráður. Aftur á móti er dálítil væta vestan til og bætir í úrkomu þar í kvöld. Meira »

Handteknar með fíkniefni og þýfi

06:09 Tvær ungar konur voru handteknar á fimmta tímanum í nótt í Breiðholti fyrir að fara inn í bifreiðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þær í annarlegu ástandi með fíkniefni og þýfi meðferðis. Þær eru báðar vistaðar í fangageymslum lögreglunnar. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Gámaflutningar gámaleiga.Traust og góð þjónusta. Kris...
Yfirbreiðslur á golfbíla
Viltu verjast rigningu og roki á golfvellinum? Til sölu góðar yfirbreiðslur sem...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Söluverðmat án skuldbindinga og þér að kostnaðarl...