Höfða nýju framboðin til óánægjufylgisins?

mbl.is/Kristinn

Tilkynnt hefur verið um formlega stofnun tveggja nýrra stjórnmálahreyfinga undanfarna daga og að minnsta kosti sú þriðja er í burðarliðunum. Annars vegar er um að ræða samstarf Guðmundar Steingrímssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, og Besta flokksins undir heitinu Björt framtíð og hins vegar framboð á vegum Lilju Mósesdóttur, fyrrv. þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og stuðningsmanna hennar sem fengið hefur nafnið Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar.

Þá er unnið að stofnun sameiginlegs framboðs ýmissa hópa undir vinnuheitinu Breiðfylkingin eins og fram hefur komið hér á mbl.is. Þar innanborðs eru meðal annars Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn auk þess sem fulltrúar frá Lýðfrelsisflokknum og Samtökum fullveldissinna hafa að sögn komið að málum sem og einstaklingar sem sátu í stjórnlagaráði á síðasta ári.

Ólíkar forsendur framboðanna

Fyrrnefndu stjórnmálahreyfingarnar tvær eiga ýmislegt sameiginlegt. Fyrir það fyrsta hafa þær báðar orðið til í kjölfar þess að þingmenn hafa ekki talið sig geta starfað lengur með þeim stjórnmálaflokkum sem þeir voru kosnir á þing fyrir. Það eru þau Guðmundur og Lilja. Í annan stað hafa báðar hreyfingarnar ekki viljað staðsetja sig á neinum ákveðnum stað í hinu pólitíska landslagi að minnsta kosti enn sem komið er. Þá eru þær báðar skipaðar fólki sem kemur úr ýmsum áttum pólitískt.

Ljóst er að fólk úr ólíkum áttum kemur einnig að Breiðfylkingunni og að það framboð hefur ekki heldur verið staðsett enn á neinum ákveðnum stað pólitískt verði það yfirhöfuð gert. Framboðið er hins vegar frábrugðið hinum tveimur einkum að því leyti að um er að ræða eins konar kosningabandalag ólíkra samtaka og hópa sem flest hafa boðið fram áður fyrir þingkosningar og eitt þeirra hefur fulltrúa á þingi, það er Hreyfingin.

Markmiðið með samstarfinu undir formerkjum Breiðfylkingarinnar mun einkum vera það að tryggja að fulltrúar náist inn á þing og ná þannig fram ákveðnum samlegðaráhrifum í ljósi þeirrar reglu að framboð þurfi að ná að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu til þess að geta fengið kjörna fulltrúa. Þetta kom til að mynda fram í máli Sigurjóns Þórðarsonar, formanns Frjálslynda flokksins, í samtali við mbl.is 3. janúar síðastliðinn.

Einkum vinstra megin við miðju

Enn er margt óljóst varðandi framboðin þrjú eins og Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, kom meðal annars inn á í samtali við mbl.is fyrir helgi. Einkum varðandi Breiðfylkinguna sem hefur ekki verið stofnuð formlega enn. Væntanlega mun ýmislegt skýrast á næstunni frekar varðandi stefnur stjórnmálahreyfinganna og hvernig þær ætla sér að skipuleggja starfsemi sína fyrir næstu þingkosningar sem verða í síðasta lagi vorið 2013 eða eftir rúmt ár en gætu skollið á hvenær sem er.

Eins og fram hefur komið hafa skoðanakannanir bent til þess undanfarin misseri að verulegt fylgi kunni að vera á lausu. Þeir sem gera ekki ráð fyrir að mæta á kjörstað af einhverjum ástæðum, ætla að skila auðu, hafa ekki gert upp hug sinn eða geta ekki hugsað sér að kjósa neitt af þeim framboðum sem þegar eiga fulltrúa á þingi og allajafna er spurt um í könnunum. Misjafnt er eftir könnunum hversu margir hafa fyllt þennan hóp en um hefur verið að ræða tugi prósenta kjósenda samkvæmt þeim.

Þær fáu skoðanakannanir sem þegar hafa verið gerðar þar sem spurt hefur verið um nýju framboðin, eitt eða fleiri, hafa að sama skapi bent til þess að þau séu líklegust til þess að taka fylgi af vinstrivængnum og þá fyrst og fremst frá stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Miðað við áherslur framboðanna þriggja virðast þau enda öll eiga fyrst og fremst heima einhvers staðar vinstra megin við miðju íslenskra stjórnmála.

Tveir stórir óánægjuhópar?

Hins vegar er enn eftir að koma í ljóst hvort nýju framboðin eigi eftir að ná til þeirra hópa kjósenda sem gera má ráð fyrir að mest óánægja sé til staðar hjá. Þar er líklega einkum um að ræða fylgi töluvert til vinstri sem kosið hefur VG en hefur verið ósátt við stefnu ríkisstjórnarinnar í ýmsum málum eins og til að mynda varðandi stóriðju, niðurskurð, hvernig haldið hefur verið á málefnum bankanna og heimilanna í landinu og síðast en ekki síst að sótt hafi verið um inngöngu í Evrópusambandið.

Hinn hópurinn er það sem kalla má hægrafylgi Samfylkingarinnar en margir þar hafa greinilega verið mjög óánægðir með samstarfið við vinstri græna og einkum hvernig haldið hefur verið á efnahagsmálum þjóðarinnar og þá ekki síst andstöðu við erlendar fjárfestingar. Hvort nýju framboðin geti höfðað til þessara hópa er eftir að koma í ljós.

Fyrirfram má gera ráð fyrir að Samstaða sé einna líklegust til þess að höfða til óánægðra kjósenda VG sem margir hafa hætt stuðningi við þann flokk (nema kannski ef fram kæmi róttækt vinstrisinnað framboð) á sama tíma og Björt framtíð er sennilega líklegust til þess að ná til óánægðra fyrrverandi kjósenda Samfylkingarinnar. Ekki síst ef sýnt þykir að Samfylkingin stefni á áframhaldandi samstarf við vinstri græna að loknum næstu kosningum.

Áhugaverðar kosningar framundan

Möguleikar Breiðfylkingarinnar liggja hins vegar líklega helst í því að vel takist til við að sameina það fylgi sem þegar er á bak við þau framboð sem hana hafa í hyggju að mynda. Breiðfylkingin er í raun einna minnst óskrifað blað vegna þeirra skipulögðu framboða sem að henni ætla að standa og kann því að hafa minnsta möguleika í óánægjufylgið. Þá kannski ekki síst þar sem eitt af framboðunum er ein af þeim stjórnmálahreyfingum sem á fulltrúa á þingi og óánægjufylgið hefur ekki viljað styðja í skoðanakönnunum. Þetta á þó væntanlega eftir að skýrast þegar nær dregur kosningum.

Ekki er síðan hægt að útiloka að fleiri framboð kunni að eiga eftir að koma fram á sjónarsviðið fyrir næstu þingkosningar og þá er óvíst enn hvort af samstarfinu undir formerkjum Breiðfylkingarinnar verður en viðræður um það standa enn yfir. Það skýrist væntanlega innan skamms. Ef það gerist ekki munu þau framboð sem tekið hafa þátt í þeim viðræðum væntanlega bjóða fram undir eigin formerkjum. Það er því ljóst að það gæti stefnt í mjög áhugaverðar þingkosningar næst þegar þær fara fram hvort sem það verður vorið 2013 eða fyrr.

Guðmundur Steingrímsson, Alþingismaður.
Guðmundur Steingrímsson, Alþingismaður. mbl.is/Ómar
Lilja Mósesdóttir alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson
Þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari.
Þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. mbl.is
Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins fremst á myndinni.
Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins fremst á myndinni. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­mín, kókaín og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,” seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Landspítalann aldrei jafn öflugur og nú

19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Sýning fellur niður

17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Látinn laus í Malaga

14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Pólitískt val að halda fólki í fátækt

13:43 Málefni öryrkja eru sífellt í brennidepli. Enginn óskar sér að lenda í þeirri stöðu, eins og formaður Öryrkjabandalagsins orðar það, og algjörlega óviðunandi að ákveðinn hópur Íslendinga hafi ekki efni á að lifa mannsæmandi lífi. Meira »

Þarf að greiða alla skuldina

12:46 Hæstiréttur sneri í vikunni við úrskurði héraðsdóms um að lækka skuld fyrrverandi starfsmanns eiginfjárfestinga Landsbankans sem hlaut níu mánaða dóm í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í febrúar árið 2016. Var manninum gert að greiða 22,6 milljónir í málsvarnarlaun og málskostnað. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Leitar sátta í stjórnarskrármálum

13:18 Fjármálastefna ríkisins verður fyrsta málið sem lagt verður fram á þingi eftir jólafrí. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Þing kemur saman á ný eftir jólafrí á mánudaginn og mun veturinn, að sögn Katrínar, einkennast af því að lagt verði af stað í ýmis stór verkefni til framtíðar, auk þess sem fjármál ríkisins verða fyrirferðarmikil á fyrstu vikum ársins. Meira »

Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

12:18 Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni“. Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...