Vafningsmálið varð Milestone-málið

Hólmsteinn Gauti, saksóknari, lengst til hægri, ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Hólmsteinn Gauti, saksóknari, lengst til hægri, ásamt aðstoðarmönnum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Sérstökum saksóknara varð ekki að ósk sinni þegar dómur féll í svonefndu Vafningsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó svo fv. bankastjóri Glitnis og fv. framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans væru sakfelldir er himinn og haf á milli þeirrar refsingar sem krafist var og hæfilegrar, að mati dómara.

Þegar horft er til aðalmeðferðar í málinu þarf dómur fjölskipaðs héraðsdóms ekki að koma á óvart. Segja má að á þeim dögum sem aðalmeðferðin stóð yfir hafi málið breyst úr Vafningsmálinu og í Milestone-málið. Eða eins og segir í niðurstöðu dómsins: „[Þ]ó svo ákæra miðist einungis við að ein tiltekin lánveiting til Milestone ehf. hafi verið refsiverð [...] [þ]á er jafnframt til þess að líta að ákæra tengir tjón samkvæmt hinni refsiverðu háttsemi ranglega við lánveitingu til Vafnings ehf., sem leitt hefur til þess að vörn ákærðu hefur orðið mun umfangsmeiri en efni stóðu til.“

Þessi orð í niðurstöðu dómsins eru í takt við spurningar Skúla Magnússonar héraðsdómara, meðal annars í miðjum málflutningi Hólmsteins Gauta Sigurðssonar, saksóknara hjá sérstökum saksóknara. Þegar hér er komið við sögu var Hólmsteinn að fara yfir eignarhald á Vafningi. „Skúli Magnússon spyr: Hvaða þýðingu hefur það fyrir málið hvernig eignarhaldi Vafnings er háttað? Það er ekki ákært fyrir lán til Vafnings, heldur Milestone.“

Síðar spurði Skúli beint út: „Af hverju er ekki ákært fyrir lán til Vafnings.“

Vafningur greiddi upp lánið

Til upprifjunar þá voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, ákærðir fyrir að hafa ákveðið og samþykkt 102 milljóna króna evra peningamarkaðslán til Milestone 8. febrúar 2008.

Lánið til Milestone var veitt frá 8. febrúar til 11. febrúar 2008 en þá var það greitt upp með því að bankinn lánaði upphæðina til félagsins Vafnings og Vafningur greiddi bankanum upphæðina til baka.

Lárus og Guðmundur neituðu sök og sögðust þann 8. febrúar aðeins hafa samþykkt lánveitingu til Vafnings, sem var í samræmi við samþykkt áhættunefndar bankans nokkrum dögum áður. Þeir sögðust ekki hafa tekið ákvörðun um að hafa lánað til Milestone en útilokuðu ekki að undirmenn þeirra hefðu tekið ákvörðun um það án þeirra vitundar.

Úr fimm árum í níu mánuði

Saksóknari fór fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Lárusi og fimm ára fangelsi yfir Guðmundi. Héraðsdómur taldi hæfilega refsingu níu mánaða fangelsi og að sex þeirra séu bundnir skilorði. Og um leið og niðurstaðan varð ljós mátti sjá bloggara og álitsgjafa býsnast yfir dómnum. Saksóknari sjálfur viðurkenndi að dómurinn væri vonbrigði.

En lítum á ákæruna. Þar eru þeir Lárus og Guðmundur ákærðir fyrir að lána Milestone án trygginga eða ábyrgðar. Og á þetta féllst dómurinn ekki. „Þann dag hafði bankinn allsherjarveð í hlutabréfum í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. að nafnverði 349.999.999 krónur, samkvæmt handveðsyfirlýsingu Milestone ehf. frá 8. febrúar 2008, til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldum og öðrum fjárskuldbindingum Milestone ehf. þá eða síðar við Glitni banka hf. [...] Þó svo að vafi leiki á um hvort allsherjarveð þessi hafi verið nægjanleg fyrir þeirri viðbótarskuldbindingu sem fólst í lánveitingunni til Milestone ehf. umræddan föstudag liggur engu að síður fyrir að bæði tryggingar og ábyrgðir voru til staðar.“

Saksóknari sagði við málflutning að fjártjónshætta Glitnis hefði verið gríðarleg. Brotið hefði verið fullframið með því að lána Milestone og þó lánið hafi verið greitt upp með láni til Vafnings hafi ekkert af fjármununum endurheimst. Þetta féllst dómurinn ekki heldur á, meðal annars vegna þess að sérstakur saksóknari ákærði ekki fyrir lánið til Vafnings. „Því er þannig ekki haldið fram af ákæruvaldinu að Vafningur ehf. hafi fallið undir félagasamstæðu Milestone ehf. eða að lánveitingin 11. febrúar 2008 til Vafnings ehf. hafi verið refsiverð. Eru þannig engin efni til að líta til annarrar háttsemi ákærðu en þeirrar að veita Milestone ehf. peningamarkaðslán frá föstudeginum 8. febrúar 2008 til mánudagsins 11. sama mánaðar.“

Þegar fjártjónshættan af lánveitingunni var metin gat dómurinn því aðeins litið til þeirrar áhættu sem fylgdi að lána Milestone frá föstudegi til mánudags. „Verður það því ekki metið ákærðu til refsileysis þótt hættan á greiðslufalli Milestone ehf. væri metin lítil að teknu tilliti hins skamma lánstíma og áhættumatsflokkunar Milestone ehf. í gögnum Glitnis banka hf.“

Enginn persónulegur ávinningur

Héraðsdómur taldi sannað að Lárus og Guðmundur hefðu ákveðið og samþykkt lánið til Milestone. Þannig hafi þeir farið gegn lánareglum bankans og út fyrir heimildir í störfum sínum. Þeir hafi skuldbundið bankann með ólögmætum hætti og þannig hafi þeir gerst sekir um umboðssvik.

Þar sem aðeins hafi verið um að ræða lán yfir helgi og þar með hafi verið um takmarkaða fjártjónshættu að ræða geti sakir þeirra þó ekki talist miklar. Þá segir í niðurstöðu dómsins: „Við ákvörðun refsingar er til þess að líta að ákærðu leituðust ekki við að afla sjálfum sér beins persónulegs ávinnings með brotum sínum og töldu háttsemina þjóna hagsmunum Glitnis banka hf. og íslenska fjármálakerfinu. Svo sem áður greinir hafa ekki verið færð fyrir því viðhlítandi rök að þessi háttsemi ákærðu hafi út af fyrir sig leitt til fjártjóns fyrir Glitni banka hf.“

Dómurinn gagnrýnir hversu mikið málið var að vöxtum miðað við að ákæran miðist aðeins við þessa einu lánveitingu, sem stóð yfir eina helgi. Sökum þessa og fleiri atriða var ríkissjóði gert að greiða helming málsvarnarlauna Lárusar og Guðmundar og annan málskostnað. Helmingur málsvarnarlauna Lárusar og Guðmundar nam rúmum níu milljónum króna. Ekkert kemur hins vegar fram um hvað annar kostnaður er hár, en ljóst er að hann er umtalsverður.

Að öllu þessu sögðu er ekki með góðu móti hægt að segja að um sigur sérstaks saksóknara hafi verið að ræða, þó þeir Lárus og Guðmundur hafi verið sakfelldir. Þarna hafi verið um tiltölulega einfalt mál að ræða sem gert var flókið af embættinu.

Svo er auðvitað að sjá hvað Hæstiréttur segir, því Vafningsmálinu/Milestone-málinu er ekki enn lokið.

Lárus Welding stendur, en við hlið hans eru lögmenn og ...
Lárus Welding stendur, en við hlið hans eru lögmenn og svo Guðmundur Hjaltason á endanum. Styrmir Kári
Merki Milestone
Merki Milestone
mbl.is

Innlent »

Vísitala norsk-íslenskrar síldar lækkar

15:47 Vísitala norsk-íslenskrar síldar lækkar um þrjú prósent frá síðustu mælingum, samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegs leiðangurs í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum sem farinn var í maímánuði. Meira »

„Erfiðasta ætt flugna að rannsaka“

15:45 „Þetta er erfiðasta ætt flugna að rannsaka,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands, um lúsmý. Hann er sannfærður um að lúsmý sé ekki nýr landnemi á Íslandi og telur það hafa verið hér að minnsta kosti í nokkra áratugi. Meira »

Isavia engar skýringar fengið

15:28 Engar skýringar hafa borist til Isavia um það af hverju skandinavíska flugfélagið SAS aflýsti flugferðum sínum til og frá landinu í dag. Þetta segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

120 milljónir í endurnýjun leiksvæða

15:21 Borgarráð Reykjavíkur hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar að bjóða út framkvæmdir vegna sex opinna leiksvæða í Grafarvogi og Vesturbæ. Um er að ræða endurgerð leiksvæða við Berjarima, Flétturima, Hrísrima, Frostaskjól, Granaskjól og Öldugötu. Meira »

Cyclothon hefst í sjöunda sinn

15:15 Rúmlega 570 keppendur hafa skráð sig til þátttöku í stærstu götuhjólreiðakeppni landsins, WOW Cyclothon, sem hefst annað kvöld þegar einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki leggja af stað frá Egilshöll. Meira »

34% styðja orkupakkann - 46% andvígir

14:56 Þeim fjölgar um fjögur prósentustig sem styðja innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins, að því er fram kemur á vef MMR. Stuðningur við orkupakkann mælist nú 34% miðað við 30% í síðustu könnun. Meira »

Skjálfti af stærðinni 4,1 í Bárðarbungu

14:50 Þrír jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust í Bárðarbungu á milli klukkan 13 og 14 í dag, sá stærsti 4,1 að stærð samkvæmt mælingum á vef Veðurstofu Íslands. Hann reið yfir kl. 13:55. Meira »

Opnuðu nýja verslun í Árneshreppi

14:44 Verslun Verzlunarfjelags Árneshrepps á Ströndum var opnuð í dag af Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fékk Verzlunarfjelagið verkefnastyrk á grundvelli byggðaráætlunar, en styrkir sem slíkir eru veittir til að efla verslun í strjálbýli. Meira »

Ákærður fyrir að ýta lögreglumanni

14:34 Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, en honum er gefið að sök að hafa ýtt lögreglumanni á lögreglustöðinni við Vínlandsleið í Reykjavík í lok júlí í fyrra. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meira »

Meðferð fyrir karla og konur sem beita ofbeldi

13:48 Skrifað var undir samstarfssamning félagsmálaráðuneytisins og Heimilisfriðar í dag. Heimilisfriður er meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur skrifuðu undir samninginn. Meira »

„Nú kemur í ljós enn ein handvömmin“

13:42 Landvernd segir kæru landeigenda Drangavíkur til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vera til marks um ófagleg vinnubrögð sem HS Orka, Vesturverk og Árneshreppur hafa viðhaft í tengslum við Hvalárvirkjun. Eru lífeyrissjóðirnir hvattir til að grípa í taumana, en HS Orka er í eigu þeirra. Meira »

Fagnar lífsmarki FME

13:37 „Ég undrast þennan mikla viðbragðshraða miðað við margt annað sem hefur verið í gangi í okkar samfélagi,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar ákvörðun VR um að afturkalla umboð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Meira »

Stefnt að því að skattleggja óhollustu

13:36 Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í síðustu viku að skipa starfshóp sem falið verður að innleiða aðgerðaáætlun embættis landlæknis til þess að draga úr sykurneyslu landsmanna. Embættið leggur til auknar álögur á sykurríka óhollustu og lægri álögur á grænmeti og ávexti. Meira »

„Leitar þú að banka?“

13:13 Skilti hefur verið komið upp í anddyri Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem tekið er skilmerkilega fram á enskri tungu að næsta banka megi finna aðeins neðar í Austurstræti. Þetta er gert til þess að fækka óþarfa afgreiðslum starfsmanna dómstólsins. Meira »

Húsbíll brann í Borgarfirði

12:39 Eldur kom upp í húsbíl sem stóð kyrrstæður við þjóðveg 1 í Borgarfirði, nánar tiltekið nærri Galtarholti, núna laust fyrir hádegi. Slökkvilið Borgarbyggðar kom á vettvang og slökkti eldinn. Meira »

Strandaglópur vegna SAS

12:08 Íslandsmeistari í áhaldafimleikum var „aldeilis mættur“ á Keflavíkurflugvöll í morgun þegar hann fékk að vita að ekki yrði flogið. Þetta setur í uppnám ferðalag hans á heimsmeistaramót í Ungverjalandi. Meira »

Gjafakort líklega tapað fé

12:02 Erfitt er að fá eitthvað greitt upp í inneignanótur eða gjafakort frá Tölvuteki sé rekstrarstöðvun félagsins sökum gjaldþrots. „Við höfum í gegnum tíðina varað við gjafakortum einmitt út af þessu. Frekar að gefa peninga eða seðla,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Meira »

Stuðningur við borgarlínu aldrei meiri

11:40 54% landsmanna eru hlynntir borgarlínu en 22% eru andvíg, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Aldrei hafa fleiri Íslendingar verið hlynntir borgarlínu en nú frá því að Maskína hóf mælingar í byrjun árs 2018. Meira »

Landeigendur hafa ekki veitt leyfi

11:25 Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Er þess farið á leit að nefndin beiti heimild sinni til að stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir á meðan fjallað er um málið. Meira »
Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...