Gert að segja sig frá vændismáli

Nafn lögmanns forsvarsmanns Strawberries við Lækjargötu kom upp við rannsókn lögreglu á því hvort fram færi sala og milliganga vændis af hálfu forsvarsmanns og starfsmanna staðarins. Var lögmanninum því gert að segja sig frá málinu enda hugsanlegt að hann verði kvaddur til að gefa skýrslu.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í fréttinni sagði einnig að lögmaðurinn, Stefán Karl Kristjánsson, hefði ekki viljað tjá sig um málið að öðru leyti en því að ekkert óeðlilegt væri við það að skjólstæðingar hefðu nafn hans í sínum fórum.

Lögregla handtók fimm manns á staðnum í síðasta mánuði og lokaði honum í kjölfarið. Nokkrum dögum síðar var einn til viðbótar handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Af mönnunum sex eru fjórir ennþá í gæsluvarðhaldi en tveimur var sleppt.

Til rannsóknar voru grunsemdir sem vöknuðu um ætlaða sölu og milligöngu vændis af hálfu forsvarsmanns og starfsmanna Strawberries undanfarna mánuði og jafnvel misseri. 

Þá voru þrír einstaklingar handteknir á staðnum grunaðir um kaup á vændi og ein kona vegna grunsemda um sölu fíkniefna. Sjö konur voru á staðnum og hafa þær verið yfirheyrðar sem vitni.

Fimm í gæsluvarðhald

Handteknir grunaðir um vændiskaup

Konur, kampavín og kynlíf eiga betra skilið


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert