Aðgerðirnar hluti af miklu stærri heild

Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Eðlilegt er að bankarnir reyni að koma til móts við þá sem lentu í áraun af bankahruninu, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nú fyrir stundu. Góður og almennur stuðningur var við tillögurnar í báðum þingflokkum. Þar á Sigmundur Davíð við þær tillögur sem kynntar voru í gær um leiðréttingar á skuldum heimilanna.

Sigmundur Davíð sagði að víða erlendis hefðu bankarnir verið látnir taka þátt í aðgerðum til þess að koma til móts við þá sem hefðu beðið skaða af, því væri eðlilegt að gera hið sama hér. 

Í máli Sigmundar kom einnig fram að þessar aðgerðir mörkuðu endapunktinn hvað varðaði almennar aðgerðir til hjálpar fólki, en að þær væru hluti af miklu stærri heild sem ætti að koma samfélaginu aftur á réttan kjöl. Þær myndu ekki leysa allan vanda skuldara en fleiri aðgerðir kæmu þá til fyrir þá sem stæðu verr. 

Þetta kom fram í umræðuþætti hér á mbl.is sem sýndur er í beinni útsendingu á mbl.is úr Hörpu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert