Ákæri þá sem hýsa týnd börn

Í mörgum tilfellum dvelja týndu börnin hjá jafnöldrum eða í …
Í mörgum tilfellum dvelja týndu börnin hjá jafnöldrum eða í grenjum þar sem enginn er húsráðandi. mbl.is/Kristinn

Lögregla ætti að ákæra þá sem hýsa börn sem eru í fíkniefnavanda og hafa „týnst“ og þannig stuðla að því að þeir hætti að hýsa þau á heimilum sínum eða í fíkniefnagrenjum.

Í mörgum tilfellum er níðst á þessum börnum, þau látin fá fíkniefni í skiptum fyrir kynmök eða þeim nauðgað á meðan þau eru í lyfjavímu, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu, bendir á að lagaramminn sé skýr og refsingar við þessu broti harðar. Samt sem áður sé afar sjaldgæft að ákært sé fyrir að hýsa týnd börn sem foreldrar hafi lýst eftir. Hjá Barnaverndarstofu sé reyndar ekki vitað til þess að það hafi nokkru sinni verið gert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert