Hagar sér bara eins og miðlari

Elmar Svavarsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Elmar Svavarsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þórður

„Hann hagar sér bara eins og verðbréfamiðlari,“ sagði Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Elmars Svavarssonar í BK-44-málinu. Hann sagði Elmar ekki í hafa verið í aðstöðu til að taka ákvarðanir í umræddu máli en tekið við fyrirmælum yfirmanna sinna og framkvæmt það sem honum var gert að gera. 

Elmar er ásamt þremur öðrum ákærður í BK-44-málinu svonefnda en aðalmeðferð í því fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Elmar er ákærður fyrir að hafa veitt 3,8 milljarða króna lán til BK-77 í nóvember 2007 sem notað var til að kaupa 150 milljón hluti í bankanum. BK-77 seldi hlutina á árinu 2008 þegar gert var upp við félagið nam tap Glitnis tveimur milljörðum króna.

Óumdeilt er að Elmar kom á umræddum viðskiptum og var viðloðandi þegar málið var gert upp. Karl Georg, verjandi hans, sagði hins vegar að Elmar hefði eingöngu starfað innan starfsviðs síns. Hann hefði enga heimild til ákvarðanatöku og aðeins miðlað. „Að maðurinn á gólfinu hafi verið í samkurli með framkvæmdastjórum, til að halda uppi verði, er fráleitt,“ sagði Karl Georg.

Hann sagði jafnframt að ekkert í gögnum málsins bendi til þess að Elmar hafi gert nokkuð saknæmt, enda hafi hann ekki verið í aðstöðu til þess. Hann hafi ekki komið að lánamálum, ekki verið í yfirmannsstöðu og ekki verið í stöðu til að efast um fyrirmæli frá yfirboðurum sínum og krefjast rannsóknar á þeim.

Karl Georg sagði Elmar eingöngu hafa sinnt sínu starfi, hann hafi komið á viðskiptum og þegar því var lokið fóru viðskiptin annaði í bankanum. „Hann er starfsmaður á gólfi. Hverjir aðrir eru ákærðir. Það eru framkvæmdastjórar, tveir, og mjög fjársterkur einstaklingur sem einnig er starfsmaður bankans.“

Ítrekað benti Karl Georg á að Elmar hefði gegnt afmörkuðu starfi innan bankans og ekki hafði rúmast neitt af því sem greint er frá í ákæru. „Hann hafði aldrei umboð eða gat stuðlað að því að aðrir misnotuðu umboð sitt.  [...] Hann hafði ekkert ákvörðunarvald eða boðvald. [...] Það er erfitt að sjá hvernig hann getur brotið af sér.“

Karl Georg sagði mögulegt að Elmar hafi gert mistök þegar hann fylgdi því ekki eftir að valréttir væru skráðir í kerfi bankans. En þegar hann uppgötvaði þau mistök hafi hann kallað til regluvörð. „Ef maður gerir eitthvað saknæmt þá kallar hann ekki til regluvörð bankans.“

Mistökin voru gerð upp þannig að BK-44 var gert skaðlaust og tapaði Glitnir tveimur milljörðum króna fyrir vikið. „En það er ekkert í hans framferði sem bendir til þess að hann hafi gert nokkuð saknæmt,“ sagði Karl Georg. Hann sagði Elmar hafa gert allt til þess að uppgjörið væri rekjanlegt og voru viðskiptin skráð á hans miðlunarbók.

Sérstakur saksóknari gerði kröfu um að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmi Elmar í fimm ára fangelsi fyrir sinn þátt í málinu. Þetta sagði Karl Georg fráleitt. Staða Elmars hafi einfaldlega verið þannig að hann gat ekki framið þau brot sem hann er sakaður um.

Aðalmeðferðin heldur áfram.

mbl.is

Innlent »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

Í gær, 14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

Í gær, 13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

Í gær, 12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...