Telur nánast útilokað að flytja í sumar

Fiskistofa hefur haft aðsetur í Hafnarfirði.
Fiskistofa hefur haft aðsetur í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri, telur nánast útilokað að hægt verði að opna höfuðstöðvar Fiskistofu á Akureyri 1. júlí í sumar eins og miðað hefur verið við.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist hann hins vegar ekki útiloka að hægt verði að flytja hluta starfseminnar norður síðar á árinu.

Frumvarp sem tengist flutningunum er í meðferð Alþingis og segir Eyþór að lagalegri óvissu hafi ekki verið eytt og ráðherra ekki tekið formlega ákvörðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert