Reynir að ná sátt við Tony Omos

Gísli Freyr Valdórsson lak trúnaðarupplýsingum í fjölmiðla um þau Tony …
Gísli Freyr Valdórsson lak trúnaðarupplýsingum í fjölmiðla um þau Tony Omos og Evelyn Glory Joseph. mbl.is/Golli

Skaðabótamáli Tonys Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fv. aðstoðarmanni innanríkisráðherra, var frestað þar til í næstu viku á meðan leitað er sátta þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gísli Freyr gerði sátt í sambærilegu máli sem Evelyn Glory Joseph höfðaði gegn honum vegna leka á trúnaðarupplýsingum.

Að sögn Stefáns Karls Kristjánssonar, lögmanns Tonys, fara nú fram viðræður sem miða að því að ná sátt í málinu. Því hafi fyrirtöku málsins verið frestað þar til á föstudag í næstu viku.

Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að sátt hafi náðst í skaðabótamáli sem barnsmóðir Tonys, Evelyn Glory Joseph, höfðaði gegn Gísla Frey. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Evelyn, gat ekki tjáð sig um upphæðina sem Gísli Freyr sættist á að greiða henni en að hún teldi niðurstöðuna ágæta fyrir báða aðila.

Fyrri frétt mbl.is: Evelyn fær bætur frá Gísla Frey

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert