Kvartað undan fangelsismálastjóra

Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore fór í heimsókn að Kvíabryggju.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore fór í heimsókn að Kvíabryggju. AFP

Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, sem allir hlutu fangelsisdóm í Al Thani-málinu, hafa leitað til umboðsmanns Alþingis þar sem þeir kvarta undan störfum Páls Winkels fangelsismálastjóra. Mennirnir afplána allir sína dóma í fangelsinu á Kvíabryggju. Þremenningarnir fullyrða m.a. að bandaríski kvikmyndargerðamaðurinn Michael Moore hafi fengið aðgang að fangelsinu til að ná myndum af þeim.

Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá málinu í fréttum sínum í kvöld. Fangelsismálastjóri var sagður hafa frest til 1. febrúar til að svara erindi umboðsmanns.

Einnig var fjallað um málið í fréttum RÚV í kvöld og þar vitnað í erindið sem sent hefur verið til umboðsmanns. Í því kemur fram að kvörtun mannanna þriggja lúti að upplýsingagjöf til fjölmiðla og tilteknum ummælum Páls. Í erindinu er m.a. nefnd frétt mbl.is 10. október um að beiðnir hefðu komið frá ákveðnum föngum um að fá að neyta rauðvíns og annarra áfengra drykkja með mat við sérstök tilefni.

Kjarninn sagði frá því í lok desember að Ísland yrði í aðalhlutverki í nýjustu heimildarmynd Michaels Moore. Þar yrði m.a. fjallað um uppgjör Íslands við efnahagshrunið og fangelsismál á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert