Grundvallaratriði ekki gefinn gaumur

Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson voru allir …
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson voru allir sýknaðir í héraði í dag í Chesterfield málinu. mbl

Ákæran í Chesterfield-málinu byggðist á því að lán hefðu verið veitt án trygginga. „Ekki er að sjá að þessu mikilvæga atriði hafi verið gefinn sérstakur gaumur í rannsókn málsins.“ Þetta segir í dómsniðurstöðu málsins sem kveðin var upp í dag, en dómurinn var nokkuð afgerandi ákærðu í vil.

Deilt um 510 milljón evra lánveitingar

Í mál­inu voru þeir Hreiðar og Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður bank­ans, ákærðir fyr­ir stór­felld umboðssvik og fyr­ir að hafa valdið Kaupþingi „gríðarlegu og fá­heyrðu“ fjár­tóni, að því er seg­ir í ákæru. Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, var einnig ákærður í mál­inu fyr­ir hlut­deild í umboðssvik­un­um. Voru allir sakborningar sýknaðir í héraðsdómi í dag.

Lánveitingarnar: Ekki sannað að fé bankans hafi verið stefnt í hættu

Segir í dómnum að framburðir ákærðu og vitna í málinu séu studdir gögnum sem byggt sé á í dómnum. Telur dómurinn það því rangt sem haldið er fram í ákærunni um að fjórum eignarhaldsfélögum hafi verið veitt lán frá Kaupþingi án trygginga að upphæð 255 milljón evrur og viðbótarlán vegna veðkalla skömmu síðar upp á sömu upphæð, samtals 510 milljón evrur.

Í dómssalnum í desember.
Í dómssalnum í desember. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„...telur dómurinn að ákæruvaldið hafi ekki sannað að sá eða þeir stjórnendur Kaupþings banka hf., sem áttu hlut að þeim ráðstöfunum sem ákært er fyrir í I. og III. kafla ákærunnar, hafi með þeim stefnt fé bankans í verulega hættu.  Ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna alla ákærðu af þessum sakargiftum,“ segir um sakargiftir í tveimur af fjórum ákæruliðum.

Lán til að mæta veðköllum

Magnús: Kom ekki að ákvörðunum

Í niðurstöðu dómsins um hina tvo ákæruliðina segir meðal annars um Magnús að það þyki ósannað að hann hafi „vísvitandi liðsinnt öðrum í orði, verki, með fortölum, hvatningu eða á annan hátt við það að misnota aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefna fé bankans í verulega hættu.“ Segir jafnframt að Magnús hafi ekki verið yfirmaður starfsmanna Kaupþings á Íslandi, þar sem hann var bankastjóri annars banka, Kaupþings í Lúxemborg.

Sigurður: Skipti sér ekki af stökum veðkallsgreiðslum

Varðaði hlut Sigurðar í þessum sömu tveimur ákæruliðum álítur dómurinn að framburður hans um að hann hafi hvorki haft aðstöðu né tíma til að skipta sér að veðkallsgreiðslum sem gerðar voru síðustu dagana fyrir fall bankans. „Þegar allt framangreint er haft í huga, svo og það hvernig á stóð í fjármálakerfinu landsins þessa daga, hvernig þá stóð á í bankanum og það að ákærði var mjög vant við látinn vegna þessara sérstöku kringumstæðna, álítur dómurinn að ekki sé óhætt að hafna viðbáru hans um að hann hafi hvorki skipt sér af einstökum veðkallsgreiðslum né vitað að lánareglum var ekki fylgt í sambandi við þær.  Er því ósannað að hann hafi með því misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu,“ segir í dómnum.

Sigurður og Gestur ræða saamn meðan aðalmeðferð málsins fór fram.
Sigurður og Gestur ræða saamn meðan aðalmeðferð málsins fór fram. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hreiðar Már: Engar sannanir fyrir skipunum

Um hlut Hreiðars segir í dómnum að hann hafi eindregið neitað sök sinni í málinu og að ósannað sé að hann hafi gefið starfsmönnum bankans fyrirmæli um greiðslu á fyrrnefndum veðköllum án heimilda lánanefnda. „Vitnið H [innskot blaðamanns: Halldór Lúðvík Bjarkarson, fyrrverandi lánastjóri hjá Kaupþingi] hefur ekki verið stöðugt í skýrslum sínum í málinu og þegar það og allt framangreint er metið telur dómurinn að ekki sé óhætt gegn eindreginni neitun ákærða X [Innskot blaðamanns: Hreiðars] að telja sannað að hann hafi gefið starfsmönnum Kaupþing banka hf. fyrirmæli um eða látið það líðast að greiða einstök veðköll án þess þær greiðslur yrðu fyrst bornar undir lánanefnd bankans og jafnframt vera ósannað að hann hafi á þann hátt misnotað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert