Heimilisofbeldi líður fyrir álag

Að undanförnu hefur lögreglan á Suðurlandi meðal annars rannsakað mannslát …
Að undanförnu hefur lögreglan á Suðurlandi meðal annars rannsakað mannslát í Reynisfjöru, fjölda innbrota í umdæminu og hópslagsmál ungmenna. Þá snúa fjölmörg mál sem til lögreglunnar koma að ferðamönnum. Sigurður Bogi Sævarsson

Mál er varða heimilisofbeldi, líkamsárás og brot á nálgunarbanni eru meðal þeirra sem hafa þurft að líða fyrir mikið álag hjá lögreglunni á Suðurlandi að undanförnu.

Mál sem þessi eru tímafrek og þarf að sinna þeim sérstaklega vel í byrjun. Ekki hefur gefist tækifæri til að sinna þeim jafn vel og lögregla myndi vilja. 

Meðal þeirra mála sem eru til rannsóknar í umdæminu er meint mansal í Vík í Mýrdal en það er í forgangi hjá lögreglu. Þegar hafa átta vitni gefið skýrslu fyrir dómi en þau höfðu öll verið í vinnu hjá Vonta International. Enn á eftir að yfirheyra nokkur vitni og vinnur lögregla einnig að því að afla gagna vegna málsins.

Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Sri Lanka, sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á saumastofu í Vík, rennur út á föstudag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir manninum sem dvelur á Litla Hrauni.

Að undanförnu hefur lögreglan á Suðurlandi meðal annars rannsakað mannslát í Reynisfjöru, fjölda innbrota í umdæminu og hópslagsmál ungmenna. Þá snúa fjölmörg mál sem til lögreglunnar koma að ferðamönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert