Bjóða flugmönnunum vinnu hjá Wow air

„Ég myndi glaður bjóða þessu ágæta fólki vinnu svo framarlega sem það standist hæfniskröfur okkar,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, spurður um viðbrögð við uppsögnum flugmanna hjá Icelandair sem taka gildi í haust.

Icelandair hefur sent 115 flugmönnum uppsagnarbréf. Þá verða 70 flugstjórar færðir niður í stöðu flugmanns. Taka þessar ráðstafanir gildi í haust. Eru þetta fleiri uppsagnir en verið hafa hjá félaginu undanfarin ár en á móti kemur að fleiri flugmenn hafa verið ráðnir síðustu misserin. Útlit er fyrir minni vöxt hjá Icelandair í vetur en áður var gert ráð fyrir.

Skúli Mogensen tekur glaður við flugmönnunum. Hann segir að vissulega séu einhverjar árstíðasveiflur hjá Wow air. „Við höfum reynt að halda í okkar fólk og byggja upp til langs tíma. Höfum haldið úti eins mikilli áætlun og við getum, einnig yfir vetrartímann til að draga úr sveiflum,“ segir hann.

Wow air er að byggja sig ört upp. Skúli reiknar með að umfang félagsins tvöfaldist á næstu tveimur árum og starfsmannafjöldinn muni fylgja því. Wow air er nú með um 1.100 starfsmenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »