Hefja framleiðslu á íslenskum hjólum

Nýja hjólið sem Lauf framleiðir ber nafnið True Grit og ...
Nýja hjólið sem Lauf framleiðir ber nafnið True Grit og er svokallað malarhjól (e. gravel bike). Mynd/Arnold Björnsson

Fyrir rúmlega fimm árum hófu tveir vinir hönnunar- og þróunarvinnu á nýjum hjólagaffli undir merkjum Lauf með það að markmiði að gera léttasta hágæða gaffal í heimi. Í dag selur fyrirtækið um 2.000 eintök á ári og hefur gaffallinn notið nokkurra vinsælda meðal keppenda í hjólakeppnum og þeirra sem vel þekkja til hjólamarkaðarins.

Nú er hins vegar komið að nýjum kafla í sögu fyrirtækisins, því í dag kynnir það og hefur sölu á fyrsta hjólinu sem kemur á markað undir merkjum Lauf og er það svokallað malarhjól (e. gravel bike) sem ber heitið True Grit.

Spenntir en jafnframt bjartsýnir

Sem fyrr leikur nýstárlegur gaffallinn stórt hlutverk í nýja hjólinu, en það er einnig margt annað sem leynist á bak við hönnunarvinnuna sem þeir segjast spenntir að sýna.

Það eru þeir Benedikt Skúlason og Guðberg Björnsson sem standa á bak við félagið, en auk þeirra starfa þeir Bergur Benediktsson og Jóhann N. Baldursson við þróun og sölu hjá Lauf.

Frétt mbl.is: Nýung í hjólaheiminum

Benedikt segir í samtali við mbl.is að það sé klárlega spenna hjá starfsmönnunum með viðtökurnar, en að þeir séu jafnframt bjartsýnir enda telji þeir að hjólið eigi að standa framarlega þegar komi að samanburði við helstu hjólaframleiðendur heims. Þá séu þeir að koma með hjólið á markað á þeim tíma þegar malarhjól séu að sækja í sig veðrið á heimsvísu og mörg af stóru merkjunum séu að veðja á þá framleiðslu á komandi árum.

Hjólið er mitt á milli götuhjóls og fjallahjóls og hægt ...
Hjólið er mitt á milli götuhjóls og fjallahjóls og hægt að ferðast á því bæði á malbiki og á fjöllum. Mynd/Arnold Björnsson

Hvað eru malarhjól?

Í sem einföldustu máli eru malarhjól gerð hjóla sem er mitt á milli venjulegra götuhjóla og svo fjallahjóla. Fjöðrun er að framan en hjólið er svo sett upp til að draga úr loftmótstöðu til að vera sem mest „aero“. Þannig er hnakkurinn jafnan staðsettur ofar stýrinu og þá er hrútastýri á hjólinu líkt og á götuhjólum.

Malarhjól hafa að undanförnu notið sívaxandi vinsælda sem hjól sem virka í flestum aðstæðum og til að mynda virka þau vel bæði á möl og á malbiki og ættu því að gagnast þeim sem vilja hjól sem nýtist í samgöngur, sem almennt götuhjól og til að fara um stíga og malarslóða sem og upp á hálendi. Því er um að ræða einskonar fjölnota götuhjól sem einnig gagnast upp á hálendi eða á malarstígum hvar sem er, en kannski án þess að um sé að ræða mjög tæknilegar fjallahjólabrautir.

Mynd/Arnold Björnsson

Kosta 350-680 þúsund

Hjólin eru úr kolefnistrefjum (e. carbon fiber) og vega á bilinu 7,8 kg upp í 8,9 kg, eftir því hvaða gerð og stærð er valin. Þá eru í boði fimm mismunandi litir til að byrja með, en Benedikt segir að einnig verði boðið upp á sérstaka liti sem þá er greitt aukalega fyrir.

Benedikt segir að þeir ætli aðallega að notast við beina sölu á netinu, en með því geti þeir fækkað milliliðum og þannig haft samkeppnishæfari verð. Verðbilið sem hjólin verða á er á milli 3.300 og 6.400 dalir, en það nemur á bilinu 350 og 680 þúsund krónum. Benedikt segir að þarna sé því um að ræða svokallað hágæðahjól, en að það sé markhópur sem fari ört stækkandi ár hvert. Hægt verður að fá afslátt ef pantað er með 2-3 mánaða fyrirvara, en með því minnkar fyrirtækið lagerstöðuna og þar af leiðandi lagerkostnað að sögn Benedikts.

Lá í augum uppi að fara þessa leið

Ástæðan fyrir því að Lauf ákvað að færa sig úr því að sérhæfa sig í einstökum hjólaíhlut eins og gafflinum yfir í heilt hjól segir Benedikt vera þá að þeir hafi fljótlega fundið fyrir því hversu erfitt var að selja framleiðendum aðra íhluti en þeirra eigin. Þó að margir þróunarstjórar hafi verið spenntir fyrir gafflinum og atvinnukeppendur líka, þá sé kauphegðun flestra þannig að þeir vilji kaupa hjól tilbúið með öllum pörtum og því hafi verið erfitt að stækka mikið með einstakan íhlut en ekki heilt hjól.

Til viðbótar segir Benedikt að framlegð á hvert hjól sé talsvert meiri en á gaffal og því hafi það legið í augum uppi að þeir færu þessa leið þegar þeir voru farnir að skoða hvaða hjólastell og aðrir íhlutir færu best með gafflinum. Það hafi í raun aðeins verið eins árs ferli að fara úr því að ákveða að búa til eigið hjól þangað til það kom á markað í dag.

Framgaffallinn á hjólinu er nokkuð ólíkur öðrum göfflum á markaðinum.
Framgaffallinn á hjólinu er nokkuð ólíkur öðrum göfflum á markaðinum. Mynd/Arnold Björnsson

Millimetrar og grömm skipta öllu máli

Þó að það hljómi eflaust einfalt að setja saman eitt stykki reiðhjól segir Benedikt að mikil vinna hafi farið í að reyna að fullkomna hlutföll, eiginleika og möguleika hjólsins á sama tíma og reynt var að halda þyngd í lágmarki. Slíkt hafi tekið gríðarlega yfirlegu og hugmyndavinnu þar sem millimetrar og grömm skipti öllu máli.

Meðal þeirra atriða sem nýja hjólið er búið er 1x11 gíra skipting, en Benedikt segir að slíkt sé bæði einfaldara og betra þegar komi að notkun í aðstæðum sem malarhjól séu hönnuð fyrir. Hlutfallið milli efsta og neðsta tannhjóls er aftur á móti það breitt að lægsti gír er léttari en á hefðbundnum 2x11 hjólum að hans sögn. Hægt verður að setja allt að 45 mm dekk undir hjólið og eins passar vel að setja 25 mm götudekk undir það.

Nýju demparagafflarnir sem fylgja True Grit hjólunum hafa einnig verið betrum bættir frá því sem áður var. Hefur Lauf-mönnum tekist að stytta fjaðrirnar um 7 mm. Það hljómar mögulega ekki mikið, en þegar tekið er mið af því að þær eru núna 30 mm sést að þeir hafa náð að stytta þær um tæplega 20%. Með nýju fjöðrunum hefur tekist að minnka gaffalinn þannig að hann fellur mun betur að útliti hjólsins en áður og er léttari.

Þá er einnig vert að nefna að í gegnum samstarf sitt við koltrefjaframleiðandans sem hefur séð um framleiðslu á Lauf göfflunum hingað til tókst þeim að hann innbyggða stokka fyrir gíra- og bremsuvíra þannig að þeir þræðist beint frá framhluta stellsins og aftur þangað sem þeir eigi að koma út. Slíkt getur einfaldað viðhaldsvinnu talsvert.

Helstu íhlutir sem Lauf notaí nýja hjólið eru frá SRAM, Easton og American classic.

Svona byrjaði ævintýrið fyrir um fimm árum síðan. Guðberg Björnsson ...
Svona byrjaði ævintýrið fyrir um fimm árum síðan. Guðberg Björnsson og Benedikt Skúlason með hönnunina að fyrsta gafflinum. Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »
Kerra mjög lítið notuð.
Til sölu mjög lítið notuð Verð :85000.- uppl: 8691204....
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
EVERET Bílalyftur 2 pósta 4 og 5 tonna
Eigum nokkrar 4 tonna ( 550 þús + vsk ) og 5 tonna 680 þús + vsk ) lyftur...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...