Aðþrengd sveit tekst á við virkjunaráform

Um næstu áramót verður eina grunnskóla Árneshrepps, Finnbogastaðaskóla, lokað.
Um næstu áramót verður eina grunnskóla Árneshrepps, Finnbogastaðaskóla, lokað. mbl.is/Golli

Hvalárvirkjun, sem áformað er að reisa í stærstu óbyggðu víðernum Vestfjarða, myndi auka raforkuöryggi Vestfjarða að ákveðnu leyti en ekki tryggja það. Hún myndi engu máli skipta hvað varðar aðkallandi hringtengingu rafmagns í fjórðungnum, að minnsta kosti fyrst í stað. Engin heilsárstörf myndu skapast í Árneshreppi með byggingu virkjunarinnar. Fasteignagjöld sveitarfélagsins yrðu á bilinu 20-30 milljónir króna á ári. Á móti myndu framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækka að einhverju leyti.

Virkjunin er fyrirhuguð langt frá meginflutningskerfinu og hefur af þeim sökum ekki þótt arðbær kostur. Nú er hins vegar til skoðunar að koma upp nýju tengivirki við Ísafjarðardjúp og flytja rafmagnið í loftlínu inn á Vesturlínu í Reykhólasveit. Fleiri virkjanir eru nú fyrirhugaðar við Djúp. „Þannig að þetta er ekki lengur spurning fyrir okkur að tengja eina virkjun heldur nokkrar inn á kerfið,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, um kostnaðinn sem yrði að hluta greiddur af Landsneti og að hluta af framkvæmdaaðila, VesturVerki.

Ítarlega er fjallað um fyrirhugaða Hvalárvirkjun og möguleg áhrif hennar ...
Ítarlega er fjallað um fyrirhugaða Hvalárvirkjun og möguleg áhrif hennar á samfélagið í Árneshreppi í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

 Landsvirkjun skoðar Austurgilsvirkjun

Ein þessara virkjanahugmynda er Austurgilsvirkjun sem Landsvirkjun skoðar nú aðkomu sína að. Lagt hefur verið til að hún fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. „Þarna yrði farið inn á svæði sem ekki hefur áður verið virkjað og því yrðu umhverfisáhrifin umtalsverð,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

VesturVerk hefur boðist til að taka þátt í samfélagsverkefnum í Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins, verði af virkjuninni. Verkefnin tengjast langþráðri innviðauppbyggingu, m.a. lagningu þriggja fasa rafmagns. Orkubú Vestfjarða hefur síðustu ár lagt slíka rafstrengi í jörð í hreppnum og áformar að því verkefni ljúki fyrir 2030, alveg óháð Hvalárvirkjun.

Rafmagnið úr Hvalárvirkjun yrði ekki nýtt til að knýja kísilver eða aðra stóriðju, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sem á meirihlutann í VesturVerki. Virkjunin myndi framleiða meira rafmagn en notað er í dag á Vestfjörðum og yrði því bróðurpartur þess fluttur út af svæðinu. Ásgeir hefur trú á því að innan fárra áratuga yrði það hins vegar allt nýtt innan fjórðungsins.

Eins og „óargadýr“

Í fyrra fluttu tíu manns úr Árneshreppi, þar af tvær barnafjölskyldur. Nú eru þar aðeins 46 með lögheimili og verður grunnskólanum lokað um áramót. „Virkjunaráformin koma eins og óargadýr inn í samfélagið á meðan þetta er allt að gerast,“ segir Elín Agla Briem, kennari í Finnbogastaðaskóla. Guðlaugur Ágústsson bóndi vonast til þess að virkjunin hefði jákvæð áhrif á samfélagið. „Það er ekkert betra í boði.“

Landvernd hefur lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á svæðinu sem nú stendur til að virkja. Slíkt þyrfti ekki að taka langan tíma og myndi skapa nokkur heilsárstörf og sumarstörf að auki.

Standa ber vörð um óbyggð víðerni samkvæmt náttúruverndarlögum. Fossarnir og sum vatnanna á Ófeigsfjarðarheiði njóta einnig sérstakrar verndar og skal þeim ekki raskað nema brýna nauðsyn beri til.

Það er sveitarstjórnar Árneshrepps að svara því hvort hún sé fyrir hendi.

Ítarlega er fjallað um fyrirhugaða Hvalárvirkjun í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Í dag og á morgun mun auk þess birtast á mbl.is fjöldi viðtala við viðmælendur sem rætt er við í blaðinu.

Innlent »

Sigríður fer fram á Seltjarnarnesi

10:44 Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, gefur kost á sér í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri þann 20. janúar næstkomandi. Meira »

Íbúar sjóði vatnið í Norðfirði

10:44 Fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar í neysluvatni Norðfirðinga.  Meira »

UMFÍ kannar umfang ofbeldis

10:09 Rúmlega 300 stjórnendur sambandsaðila og aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fengu í gær sendan ítarlegan lista með spurningum um ýmis mál sem varða möguleg kynferðisbrot, ofbeldisverk og kynbundna áreitni innan félaganna og úrlausn slíkra mála. Meira »

Heilsuspillandi lakkrís er víða

09:45 „Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum,“ segir prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Meira »

Ekkert að hugsa um að hætta

09:14 Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, i morgunþætti K-100 í dag og kveðst ekki hafa hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram hefur komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“ Meira »

Mál Glitnismanna til aðalmeðferðar

08:59 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákært er fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik fyrir hrun bankans í október árið 2008. Meira »

Ástand vega á Austurlandi ógnar öryggi

08:18 „Þetta er bara fyrir neðan allar hellur. Það fyllast öll dekk hjá okkur og hefur áhrif á alla akstureiginleika bílanna,“ segir Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Tímamót í endurnýtingu úrgangs

08:35 Fyrirtæki sem sem nota endurnýttan úrgang til framleiðslu geta nú flokkað afurðirnar sem vöru í stað úrgangs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun. Þar segir að stofnunin hafi í desember sl. gefið út fyrsta ráðgefandi álit sitt um endurnýtingu úrgangs. Meira »

Ekki bara Afríka

07:59 Þrátt fyrir að flest verkefni mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra séu í Afríku þá sinna samtökin verkefnum í Evrópu. Meðal annars í Svíþjóð, Grikklandi og víðar. Þar eru það verkefni tengd flóttafólki og andlegri líðan þess sem eru efst á baugi. Meira »

Aldrei fleiri útlendingar í vinnu

07:57 Alls voru 24.340 útlendingar á vinnumarkaði hér á landi í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim umtalsvert frá árinu 2016 en þá voru þeir 20.605. Pólverjar eru sem fyrr fjölmennastir útlendinga á vinnumarkaði hér, alls 10.766 í fyrra. Meira »

Auka þarf löggæsluna í Leifsstöð

07:37 Löggæslumönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur ekki fjölgað samhliða fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll þó að þörf sé talin á því. Meira »

Lokað um Súðavíkurhlíð

07:34 Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en á Vestfjörðum er snjóþekja eða þæfingsfærð en unnið að hreinsun. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

„Ég er fædd á vitlausum áratug“

06:30 Salka Sól stígur á svið næstkomandi föstudag sem Janis Joplin. Hún segir að um leið og hún hafa uppgötvað Janis þá hafi henni liðið líkt og hún hafi fæðst á vitlausum áratug. Síðan þá hefur Salka verið undir miklum áhrif frá Janis og hennar söngstíl og túlkun. Meira »

Kólnar hressilega í veðri

05:55 Veðurstofan varar við allhvassri norðanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum á Vestfjörðum, einkum norðan til. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er lokaður vegna snjóflóðahættu en óvissustig er í gildi á norðanverðum Vestfjörum vegna snjóflóðahættu. Meira »

Ofrannsökum D-vítamín

05:30 Í fyrra fóru 31.000 Íslendingar í rannsókn á stöðu D-vítamíns í líkamanum. Er það áttföld aukning frá árinu 2010 þegar 4.000 íslendingar létu athuga D-vítamínið hjá sér. Meira »

Davíð Oddsson í viðtali á K100

06:18 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, verður gestur þeirra Ásgeirs Páls, Jóns Axels og Kristínar í morgunþætti K100 í dag. Davíð er sjötugur í dag og mætir í spjall til þeirra klukkan 8:30. Meira »

Stóðu í ströngu á Landspítalanum

05:30 Töluvert aukaálag myndaðist á Landspítalanum í gær í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýsti því yfir að jarðvegsgerla væri að finna í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

Afmælinu líka fagnað úti í heimi

05:30 Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita 10 milljóna framlag vegna afmælisdagskrár á vegum sendiráðanna í Kaupmannahöfn og Berlín í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Lok á heita potta og hitaveitu-skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...