Byrlað nauðgunarlyf á landsfundi stjórnmálaflokks

Alþingishúsið. 136 reynslusögur kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum …
Alþingishúsið. 136 reynslusögur kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum hafa nú verið gerðar opinberar. mbl.is/Ómar

Konu í stjórnmálum var byrlað nauðgunarlyf á landsfundi stjórnmálaflokks. Þetta er meðal þeirra 136 reynslusagna kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum sem hefur verið deilt í lokaða facebookhópnum Í skugga valdsins undanfarna sex daga.

Frásagnirnar hafa nú verið gerðar opinberar og sendar fjölmiðlum.

„Mér var byrlað nauðgunarlyf í landsfundarhófi stjórnmálaflokks,“ segir konan í sinni frásögn. „Ég skammaðist mín alltaf fyrir að hafa þegið glas af ókunnugum manni, kenndi sjálfri mér um hvernig fór og ræddi þetta við fáa, en sem betur fer fór betur en á horfðist, það var gott fólk sem sá að ég var farin að missa fæturna undan mér (eftir tvö hvítvínsglös). Þarna er ég komin í blackout, man lítið sem ekkert eftir þessu, en blessunarlega var mér skutlað heim. Er þeim hjónum ævinlega þakklát, hefði getað endað með skelfingu. Finnst gott að það er vakning í þessum málum, takk fyrir þetta framtak, svona framkoma á ekki að líðast. #MEETOO

Á fimmta hundrað stjórn­mála­kon­ur sendu í morgun frá sér sam­eig­in­lega áskor­un þar sem þess er kraf­ist að karl­ar taki ábyrgð og stjórn­mála­flokk­ar taki af festu á stöðu mála varðandi kyn­ferðisof­beldi og áreitni í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

Er þess kraf­ist að flokk­arn­ir og starfsstaðir stjórn­mála­flokks setji sér viðbragðsregl­ur, lofi kon­um því að þær þurfi ekki að þegja og að þær muni fá stuðning.

mbl.is