Leggur til kostamat á virkjun og verndun

Byggð yrði innan verndarsvæðisins að sögn Sigurðar Gísla Pálmasonar.
Byggð yrði innan verndarsvæðisins að sögn Sigurðar Gísla Pálmasonar. mbl.is/Golli

Hreppsnefnd Árneshrepps mun á næsta fundi sínum taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs hins vegar og hvort boð Sigurðar Gísla Pálmasonar, stjórnarmanns hjá IKEA, um að greiða fyrir matið verði þegið.

Sigurður Gísli setti hugmyndina að kostamatinu fram í athugasemdum sínum við skipulagsbreytingar sem auglýstar voru nýlega vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Hann telur að kostagreining, sem unnin yrði af til þess bærum sérfræðingum, myndi taka 3-4 mánuði. Niðurstöðuna yrði svo hægt að nýta til að taka upplýsta ákvörðun um framhaldið á forsendum heimamanna, samfélaginu á Ströndum til heilla.

„Þannig gæti hreppsnefndin á endanum tekið ákvörðun sem byggð væri á raunverulegum valkostum og vonandi skapað sátt um niðurstöðuna, hver sem hún verður,“ segir Sigurður Gísli í samtali við mbl.is.

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir að hugmynd að þjóðgarði eða verndarsvæði sé að sínu mati að koma of seint fram. Vinna varðandi Hvalárvirkjun hafi staðið árum saman og sé nú komin vel á veg. Hún telur ljóst að einhverjir landeigendur í hreppnum séu ekki áhugasamir um slíkt fyrirkomulag. Að hennar mati er verndarsvæði sem útilokar virkjun ekki í spilunum.

Garðarnir geta haft veruleg hagræn áhrif

Sigurður Gísli bendir á að hugmynd um þjóðgarð á Ströndum sé ekki ný af nálinni. Hins vegar hafi kostir stofnunar slíks garðs ekki enn verið metnir. „Þjóðgarðar eru að slíta barnsskónum á Íslandi. Það er að koma í ljós að þeir geta haft veruleg hagræn áhrif á nærsamfélög. Þar skapast bæði heilsárs- og sumarstörf. Þess vegna finnst mér að kanna ætti kosti þess að stofnsetja slíkan garð eða það sem ég vill kalla verndarsvæði á Ströndum.“

Sigurður Gísli Pálmason hefur boðist til þess að greiða fyrir ...
Sigurður Gísli Pálmason hefur boðist til þess að greiða fyrir kostamatið í Árneshreppi.

Sigurður kynnti tillögu sína fyrir hreppsnefndinni um síðustu helgi. Hugmyndin gengur m.a. út á það að kanna hug heimafólks og annarra hollvina Árneshrepps til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. „Hvað finnst þeim að leggja eigi áherslu á? Hvað finnst þeim gefa svæðinu gildi? Hvað gerir það að verkum að fólki er umhugað um að byggð haldist áfram í Árneshreppi?“ spyr Sigurður sem er þeirrar skoðunar að óbyggð víðerni, náttúra og menning Árneshrepps séu einstakar auðlindir sem hægt sé að virkja með ýmsum hætti.

Samhliða viðhorfskönnuninni yrðu metnir kostir og gallar þess að stofna þjóðgarð annars vegar og að reisa virkjun hins vegar út frá hagrænum, umhverfislegum og samfélagslegum áhrifum.

Eva oddviti segir að verkefni Byggðarstofnunar, Brothættar byggðir, sem Árneshreppur er nú þátttakandi í, sé einmitt til þess fallið að fá fram sjónarmið íbúanna í þessum efnum. „Það var haldinn íbúafundur á vegum verkefnastjórnar Brothættra byggða hér í síðustu viku og það er fjöldinn allur af hugmyndum og tillögum komnar fram nú þegar,“ segir Eva. „Við getum nefnilega gert heilmikið til að bjarga okkur sjálf.“

Sækir hugmyndina til UNESCO

Að sögn Sigurðar Gísla gæti þjóðgarður haft annað og meira hlutverk en það eitt að vernda náttúruna. Þannig yrði búseta innan hans og aðstæður skapaðar til rannsókna og þróunar atvinnulífs. Slík svæði er þegar að finna víða um heim undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, þangað sem Sigurður sækir hugmynd sína. Verkefnið kallast „Man and the Biosphere“ eða Maður í lífheimi.“ Ekki þyrfti að koma til eignarnáms lands við stofnun verndarsvæðisins og hefðu einhverjir landeigendur ekki áhuga á að vera með í verkefninu væri þeim frjálst að standa utan þess. Frumkvæði að stofnsetningunni þyrfti ekki að koma frá ríkinu.

Ráðgert er að reisa virkjun á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi.
Ráðgert er að reisa virkjun á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi. mbl.is/Golli

Verndarsvæði ekki í spilunum

Eva telur alveg ljóst að landeigendur, m.a. í Ófeigsfirði, hafi ekki hug á því að tilheyra slíku svæði. Að auki taki ár og jafnvel áratugi, eins og dæmin hér á landi sýni, að setja þjóðgarð á stofn og að ríkið þurfi að koma að því. „Við höfum einfaldlega ekki tíma til að bíða svo lengi,“ segir Eva. Þá segist hún sannfærð um að það sama eigi við um verndarsvæði undir hatti UNESCO, slíkt væri tímafrekt og alls ekki víst að það myndi ganga í gegn yfir höfuð. Hún bendir á að kostagreining eins og Sigurður Gísli hefur rætt um gæti tekið 3-4 mánuði og að það sé langur tími að hennar mati.

„Svona svæði, sem myndi algjörlega útiloka virkjun, það er að mínu mati ekki í spilunum eins og þetta horfir við mér í dag. En við í hreppsnefndinni eigum eftir að ræða þetta betur og ákveða hvað við viljum gera,“ segir Eva.

Á þriðja tug með vetursetu

Rætt hefur verið um Hvalárvirkjun í áratugi en aldrei sem nú. Virkjunarhugmyndin var sett í orkunýtingarflokk rammaáætlunar árið 2013 og gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi Árneshrepps ári síðar. Þegar hefur farið fram mat á umhverfisáhrifum og breytingar á skipulagi hreppsins, m.a. vegna vinnuvega um fyrirhugað virkjanasvæði, verið auglýstar. Við þær bárust tæplega tuttugu athugasemdir. Enn á eftir að afgreiða tillögurnar í hreppsnefndinni. Verði þær samþykktar er næsta skref framkvæmdaaðilans VesturVerks að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni. Gangi þessar áætlanir eftir mun Hvalárvirkjun fara að framleiða rafmagn á árunum 2023-2024.

Í Árneshreppi eru um 46 manns með lögheimili. Vetursetu á svæðinu hafa aðeins á þriðja tug manna. Í hreppsnefnd eiga fimm íbúar sæti. Þrír þeirra eru hlynntir Hvalárvirkjun en tveir eru henni mótfallnir.

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. mbl.is/Golli

Íbúar þessa fámennasta sveitarfélags landsins hafa í ár og áratugi beðið eftir nauðsynlegum samgöngubótum, m.a. úrbótum á veginum um Strandir og tíðari snjómokstri. Vegaframkvæmdum hefur ítrekað verið frestað þó að þær hafi verið komnar inn á samgönguáætlun og snjómokstur er enginn á löngu tímabili ár hvert.

Enginn tapar á kostamati

Sigurður Gísli segist engra hagsmuna eiga að gæta í Árneshreppi. Hann láti sig málið varða sem almennur borgari og náttúruunnandi. Hans boði fylgi engar kvaðir um hvað svo verði gert í framhaldi kostagreiningarinnar. Það er hins vegar hans skoðun að það sé öllum til heilla að hafa fleiri en einn valkost uppi á borðum og því hvetur hann hreppsnefnd Árneshrepps til að staldra nú við, bíða með afgreiðslu skipulagstillagna og skoða fleiri kosti en virkjun á svæðinu. „Þegar taka á stórar ákvarðanir sem varða heil sveitarfélög og framtíð þeirra þarf að skoða fleiri en einn valmöguleika. Á því tapar enginn.“

Eva oddviti segir að þegar öllu sé á botninn hvolft eigi heimamenn sjálfir mest að hafa um það að segja hvað verði gert sveitarfélaginu. „Því miður gleymir fólk því oft.“

Eva segir að hugmynd Sigurðar Gísla hafi þegar verið rædd á einum hreppsnefndarfundi og verði einnig rædd á þeim næsta sem er á dagskrá 15. desember. Hún á von á því að ákvörðun um framhald málsins verði tekin á þeim fundi.

mbl.is

Innlent »

Aðgerðir standa yfir í alla nótt

00:48 Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur í kvöld og nótt barist við mikinn eld sem logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Aðstæður til slökkvistarfs hafa verið erfiðar enda bálhvasst á svæðinu. Þá er þak hússins fallið auk þess sem sprengingar hafa verið inni í því. Meira »

Gríðarlegar sprengingar í húsinu

Í gær, 23:32 „Þegar við komum á staðinn þá var efri hæð hússins alelda. Við fórum í að sækja okkur mikið vatn og verja næstu hús,” sagði Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og stjórnandi aðgerða á vettvangi stórbrunans í Hafnarfirði. Meira »

Stórbruni í Hafnarfirði

Í gær, 22:36 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna mikils elds í Glugga- og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Mikill eldur er og berast sprengingar frá staðnum. Meira »

Leiðindaveður næstu tvo sólarhringana

Í gær, 22:27 Óveður var á Reykjanesbraut og fyrir botninum á Hvalfirði í kvöld samkvæmt merkingum Vegagerðarinnar og náðu hviður undir Hafnarfjalli 45 m/s. Töluverð röskun varð þá á flugi frá Keflavíkurflugvelli. Aðeins hefur dregið úr vindi, en það hvessir á ný strax í fyrramálið. Meira »

Föstudagskaffi með Dinnu og Lilju

Í gær, 22:01 Alþjóðlega glæpasagnahátíð, rithöfundar á Twitter, nýyrði sem Jónas Hallgrímsson fann upp og almenn stemning hjá rithöfundum sem standa í bókaútgáfu fyrir jólin var inntak umræðna í Föstudagskaffinu síðdegis hjá þeim Loga og Huldu. Meira »

Ómar Ragnarsson vill að fólk noti plast

Í gær, 21:00 Ómar Ragnarsson útbýtti plastpokum á útgáfuhófi í kvöld. Hann hvetur fólk til að endurnýta pokana og ekki bara einu sinni, heldur um aldur og ævi. Meira »

Fimm fengu 2,5 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 20:47 Fimm hlutu fyrsta vinning í EuroJackpot-út­drætti kvölds­ins að þessu sinni og fá þeir rúma 2,5 milljarða króna hver í sinn hlut. Meira »

Bækurnar eru ekki aðalatriðið

Í gær, 20:45 „Bókasöfn eru að breytast; bækurnar eru vissulega áberandi en ekki lengur aðalatriðið,“ segir Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður í Reykjavík. Meira »

Aðskilnaði akstursstefna jafnvel flýtt

Í gær, 19:55 Ráðherra samgöngumála útilokar ekki að aðskilnaði akstursstefna á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð verði flýtt, en hann fundaði með forsvarsfólki Stopp-hópsins svokallaða í fyrradag. Meira »

Ákærð fyrir tæp 30 þjófnaðarmál

Í gær, 19:33 Framlengt gæsluvarðhald konu ákærðrar fyrir hátt í 30 stuldi hefur verið staðfest af Landsrétti. Landsréttur taldi ólíklegt að hin ákærða myndi hætta að brjóta af sér áður en niðurstaða fengist í málinu. Meira »

Veita 100 milljónir til neyðaraðstoðar í Jemen

Í gær, 19:14 Utanríkisráðuneytið ætlar að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen. Mun framlagið skiptast jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð. „Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Tóku landganga úr notkun vegna veðurhams

Í gær, 18:56 Taka þurfti alla landganga úr notkun á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis vegna vindhraða. Stigabílar eru heldur ekki í notkun af sömu ástæðu og segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, 12 flugvélar frá Icelandair sem fara áttu í loftið síðdegis nú bíða þess að komast af stað. Meira »

Eldur í verkstæði á Neskaupstað

Í gær, 17:55 Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun, eftir að eldur kviknaði í litlu verkstæði á Norðfirði um klukkan 15:30 í dag. Meira »

Kærðu sölu á kjöti af heimaslátruðu til lögreglu

Í gær, 17:51 Matvælastofnun hefur óskað eftir að lögregla taki til rannsóknar markaðssetningu á lambakjöti af heimaslátruðu á bændamarkaði sem haldinn var á Hofsósi í lok septembermánaðar. Meira »

Kópavogsbær sýknaður af kröfum Lauga

Í gær, 17:30 Landsréttur hefur sýknað Kópavogsbæ af skaðabótakröfum Lauga vegna ákvörðunar bæjarins um að hafna tilboði fyrirtækisins í leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í bænum. Þar með staðfesti Landsréttur sýknudóm Héraðsdóm Reykjaness síðan í febrúar síðastliðnum. Meira »

Segir tillögur Miðflokksins fjármagnaðar

Í gær, 17:28 „Það er ekki hægt að leggja alla pósta saman og segja að verið sé að auka útgjöld, það er ekki rétt aðferð,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is um breytingartillögur flokksins við fjárlagafrumvarpið. Meira »

Unnið að því að meta skemmdirnar

Í gær, 17:04 Ekkert liggur enn fyrir um umfang skemmdanna sem urðu á farþegaþotu WOW air á flughlaði St. Louis flugvallarins í gær, né hversu langan tíma mun taka að gera við vélina. Að sögn upplýsingafulltrúa WOW air er nú unnið að því að meta skemmdirnar og hvert framhaldið verði. Meira »

Tími aðgerða að renna upp

Í gær, 16:52 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa starfshóp til þess að útfæra sértækar aðgerðir sem eiga að gera ungu og tekjulágu fólki kleift að kaupa sér íbúðarhúsnæði, en félags- og jafnréttismálaráðherra lagði fram tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Meira »

Hika ekki við að svíkja gefin loforð

Í gær, 16:36 „Í vikunni varð ljóst að stjórnvöld ætla ekki að eiga frumkvæði að því að jafna kjörin og beita skatt- og bótakerfinu til jöfnuðar. Slíkar breytingar þarf greinilega að sækja fast og eru það vonbrigði.“ Þannig hefst pistill Drífu Snædal, forstjóra ASÍ. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...