Landsréttur staðfesti varðhald til mánudags

Landsréttur
Landsréttur mbl.is/Hjörtur

Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem situr í varðhaldi grunaður um að hafa banað bróður sínum í Biskupstungum um síðustu helgi. Varðhaldið er til mánudagsins 9. apríl, en það er sama dagsetning og héraðsdómur hafði úrskurðað um.

Í gær var greint frá því að lögmaður mannsins hafi sagt að maðurinn hafi vaknað um morguninn og ekki áttað sig á því sem hafi gerst og ber hann við minnisleysis sökum ölvunar.

Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu rannsóknarinnar þegar mbl.is ræddi við hann í dag, en bráðabirgðaniðurstaða krufningarinnar sýndi að á manninum sem lést voru áverkar af mannavöldum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert