Beiðni um tvo matsmenn hafnað

Höfuðstöðvar Valitors við Dalshraun í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Valitors við Dalshraun í Hafnarfirði.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Valitors um dómkvaðningu tveggja matsmanna í máli fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press Prodictions gegn Valitor.

Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag.

Í málinu krefjast fyrirtækin þess að Valitor greiði Sunshine Press Productions tæpa 7,7 milljarða króna í bætur og DataCell um 405 milljónir króna.

Í þinghaldi 5. apríl lagði Valitor fram beiðni um dómkvaðningu matsmanna til að svara nánar greindum spurningum.

Áður höfðu stefnendur aflað mats dómkvaddra matsmanna sem var lagt fram í dómi fyrir rúmum tveimur árum.

Spurn­ing­arn­ar sem biðja á mats­menn­ina um að svara lúta að því hvert fjár­tjón Datacell og Suns­hine Press Producti­ons hafi verið við það að greiðslugátt fyrir Wikileaks hafi verið lokað í 617 daga en fyrirtækin tvö önnuðust rekstur gáttarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert