Krossar bara fingur og vonar það besta

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður nefndarinnar, er önnur frá vinstri.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður nefndarinnar, er önnur frá vinstri. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, kveðst bjartsýn fyrir vinnufund í kjaradeilu ljósmæðra á morgun. Næsti formlegi fundur með allri samninganefnd ríkisins er síðan á miðvikudag.

Mál­inu var vísað til rík­is­sátta­semj­ara 5. fe­brú­ar síðastliðinn og hef­ur lítið þokast áfram í viðræðum deiluaðila þangað til eitthvað virðist hafa rofað til í síðustu viku.

Samninganefnd ljósmæðra hittist á föstudag þar sem farið var yfir málin.

„Það er farið myndast samtal og það er kominn einhver samningsvilji,“ segir Katrín sem segir að það sé lítið hægt að gera annað en að vona það besta. 

„Ég krossa bara fingur og vona það besta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert